fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Matur

Þingmaður dáist að ótrúlegum eggjabakka: Þetta ætti ekki að vera hægt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 21:00

Andrés trúir varla sínum eigin augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ávallt óvænt ánægja að brjóta egg og sjá að tvær rauður eru í því. Þið getið því ímyndað ykkur furðu tvítuga stjórnmálafræðinemans Cameron Etchells þegar hann keypti sér eggjabakka með sex eggjum og öll eggin innihéldu tvær rauður.

Cameron og eggin.

„Ég hef aldrei séð tvöfalda eggjarauðu í lífi mínu. Ég og herbergisfélagi minn vorum hissa þegar við brutum fyrsta eggið. Síðan brutum við annað og vorum í áfalli. En sex egg – við erum algjörlega orðlausir,“ segir Cameron í viðtali við The Argus.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deilir fréttinni á Twitter-síðu sinni og er jafnvel furðu lostnari en Cameron sjálfur

„What a time to be alive,“ skrifar Andrés sem gæti þýtt eitthvað á þessa leið: „Þetta er stórkostlegur tími til að vera á lífi.“

Framleiðandanum og brandarakónginum Ragnari Eyþórssyni finnst þetta hins vegar ekkert merkilegt.

„Pfffft, ég lenti í þessu 1996 og fór ekkert með það í blöðin. 6 tvíblómaegg í 6 eggja bakka. Þetta kemur reglulega upp í samræðum okkar pabba. Ætti ég kannski að tala við blöðin?“

Samkvæmt frétt The Argus eru líkurnar á að brjóta egg með tveimur eggjarauðum einn á móti þúsund. Líkurnar á að tvö slík egg finnist í sama bakk eru einn á móti milljón. Hins vegur eru líkurnar á því að finna sex slík egg einn á móti trilljón. Þetta eru því stórtíðindi.

Ótrúlegt mál.

„Ég er ekki manneskja sem trúir á heppni og ég er ekki trúaður eða hjátrúarfullur. Ég og herbergisfélaginn minn Fhak fögnuðum og hoppuðum af gleði – ég gleymi þessu aldrei,“ segir fyrrnefndur Cameron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Vinirnir komu Viktoríu á óvart: Hún bjóst ekki við þessari köku

Vinirnir komu Viktoríu á óvart: Hún bjóst ekki við þessari köku
Matur
Fyrir 3 dögum

Fór fyrst í megrun 9 ára – Missti 55 kíló á ketó: Þetta borðar hún yfir daginn

Fór fyrst í megrun 9 ára – Missti 55 kíló á ketó: Þetta borðar hún yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 4 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri