fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Svona skerðu lauk án þess að gráta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 17:00

Það er í lagi að geyma skorinn lauk í ísskáp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laukur er góður í matargerð og getur gert einföldustu rétti að stórfenglegum máltíðum. Það er hins vegar leiðinlegra þegar að augun fyllast af tárum þegar að laukurinn er skorinn. Kokkurinn Vincent Olivieri er hins vegar með ráð við því, raunar tvö ráð.

Ráð 1

Vincent mælir með að nota beittan hníf til að skera laukinn.

„Bitlaus hnífur leiðir af sér verri skurð sem losar meira gas úr læðingi sem lætur okkur svíða í augunum,“ segir hann. Skurðurinn er hins vegar fallegri með beittum hníf og þá losnum við við þetta vandamál.

Ráð 2

Kokkurinn mælir með því að væta pappírsþurrku og hafa hana um hálsinn á meðan að laukur er skorinn.

„Sumir af nýrri starfsmönnum mínum gráta enn þegar þeir skera sinn fyrsta lauk, sama hvað hnífurinn er beittur. Ég hef komist að því að vot pappírsþurrka um hálsinn nær að klófesta gasið frá lauknum áður en það nær til vitanna. Þetta virkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa