fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Matur

Stjörnur háma í sig skyndibita í galakjólum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 15:00

Það er gott að gúffa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið þarf að sækja ansi mörg boð yfir árið, sem getur eflaust verið þreytandi. Oftar en ekki birtir það myndir af sér smjattandi á skyndibita eftir slíka viðburði, eða á meðan á þeim stendur, og er skemmtileg mótsögn fólgin í því að borða sveittan skyndibita í mörg hundruð þúsund króna galakjól.

Beint af tískupöllunum

Fyrirsætan Kendall Jenner gúffaði í sig ostapasta um leið og hún var búin að sýna undirföt fyrir tískurisann Victoria‘s Secret árið 2016.

Óvænt ánægja

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon kom fyrirsætunni Gigi Hadid skemmtilega á óvart í settinu með því að bjóða henni upp á girnilegan hamborgara.

Borgaradrottning

Stórleikonan Helen Mirren hlaut Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir The Queen árið 2007 og fagnaði því með borgara.

Hættið að horfa á mig

Fyrirsætan og matgæðingurinn Chrissy Teigen klæddi sig í sitt fínasta púss í galaveislu og hámaði svo í sig hamborgara.

Pítsa og klauf

Systurnar Kendall og Kylie Jenner kunna að gera vel við sig. Hér eru þær uppstrílaðar með pítsu í hönd.

Súkkulaðisæla

Söngkonan Christina Aguilera hefur í nægu að snúast yfirleitt og kjamsar á súkkulaði á ferðinni, sem er varasamt þegar maður klæðist hvítu.

Og pítsuna fær…

Óskarsverðlaunin árið 2014 einkenndust af pítsaáti – meðal annars hjá leikkonunum Meryl Streep og Jennifer Lawrence.

Frönskufrík

Leik- og söngkonunni Zendaya finnst franskar greinilega mjög góðar.

Dásamleg Drew

Leikkonan Drew Barrymore fór rakleiðis og fékk sér pítsu eftir Golden Globe-hátíðina árið 2014.

Fjaðrafok

Leikkonan Juliette Lewis var alsett fjöðrum eftir CFDA-verðlaunin árið 2015 og gat ekki farið að sofa áður en hún fékk sér ylvolga pítsusneið.

Næring fyrir átökin

Svo er það leikkonan Emma Roberts sem ákvað að fá sér borgarasnarl fyrir Golden Globe-hátíðina árið 2014.

View this post on Instagram

Snack before the globes

A post shared by Emma Roberts (@emmaroberts) on

Kvöldmatur hjá Kaley

Það gerði Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco líka fyrir Emmy-verðlaunin árið 2014.

View this post on Instagram

Emmys. Here I come.

A post shared by Kaley Cuoco (@kaleycuoco) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Leyndarmál eldhússins í Hvíta húsinu

Leyndarmál eldhússins í Hvíta húsinu
Matur
Fyrir 4 dögum

50 manns reyna að búa til sushi: „Ó, nei“ – „Ekki búa til sushi svona“

50 manns reyna að búa til sushi: „Ó, nei“ – „Ekki búa til sushi svona“
Matur
Fyrir 5 dögum

Kvöldmaturinn klár á korteri: Rækjuréttur sem slær öll met

Kvöldmaturinn klár á korteri: Rækjuréttur sem slær öll met
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist þegar þú borðar fjögur jarðarber á dag

Þetta gerist þegar þú borðar fjögur jarðarber á dag