fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Matur

Ellefu matvæli sem þú hendir í ruslið alltof snemma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 09:00

Sum matvæli geymast ansi lengi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagstimplar á matvælum segja ekki alltaf alla söguna og lenda sum matvæli of snemma í ruslinu þegar þau eiga í raun nóg eftir.

Þurrkað pasta

Óopnað, þurrkað pasta getur nánast enst að eilífu. Ef þú eldar það mörgum árum eftir að þú keyptir það getur bragðið hugsanlega dofnað eilítið en það kemur ekki að sök þegar því er blandað við dásamlegar sósur.

Þurrkaðar baunir eða baunir í dós

Þú getur geymt þess konar baunir svo árum skiptir í búrinu þínu. Þurrkaðar baunir þarf hins vegar að setja lengur í bleyti því eldri sem þær verða.

Edik

Sýrustigið í ediki er svo hátt að það virkar sem fullkomið rotvarnarefni. Edik getur því enst um ár og aldir.

Salt

Salt er í raun steintegund og dregur ekki til sín myglu og bakteríur. Því skemmist það seint. Afar seint.

Vanilludropar

Alkóhólmagn í vanilludropum er frekar hátt og því geymast þeir mjög lengi. Bragð og lykt er hins vegar best fyrstu fimm ár eftir kaup. Geymið dropana á dimmum og þurrum stað og alls ekki geyma þá í ísskáp, jafnvel þó flaskan sé opin.

Worcestershire-sósa

Eins og með mörg vín verður þessi sósa betri með aldrinum. Hún verður bragðsterkari og vökvinn gufar upp. Þessi sósa getur enst í allt að tíu ár ef hún er óopnuð og tvö til þrjú ár ef hún er opnuð og geymd á svölum og dimmum stað.

Egg

Óelduð egg í ísskáp eru fersk í um þrjár vikur fram yfir það sem dagstimplar segja. Harðsoðin egg ætti hins vegar að borða á innan við viku.

Paprika

Paprika geymist vanalega í viku í ísskáp. Hins vegar skera grænu paprikurnar sig úr og endast í tvær til þrjár vikur vegna þess að þær innihalda minni sykur.

Kjötálegg

Ef umbúðirnar eru óopnaðar getur kjötálegg enst í tvær til þrjár vikur eftir að það er keypt. Umbúðirnar halda loftinu frá kjötinu og hindrar því bakteríuvöxt.

Gulrætur

Gulrætur eru ferskar í tvær til þrjár vikur í ísskápnum ef græni toppurinn er skorinn af.

Sítrusávextir

Þykkur börkurinn verndar sítrusávextina og tryggir að þeir endast í tvær til sex vikur. Það skal varast að neyta sítrusávaxta ef mygla er byrjuð að myndast á berkinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur
Matur
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 3 dögum

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-kjúlli sem svíkur engan

Ketó-kjúlli sem svíkur engan
Matur
Fyrir 4 dögum

Þú þarft aðeins að fylgja þessum tveimur reglum ef drottningin býður í mat

Þú þarft aðeins að fylgja þessum tveimur reglum ef drottningin býður í mat
Matur
Fyrir 4 dögum

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða
Matur
Fyrir 4 dögum

Blöskrar okur á Hlöllabátum: „Þetta er rán“ – „Okurbúlla eins og allt á Íslandi“

Blöskrar okur á Hlöllabátum: „Þetta er rán“ – „Okurbúlla eins og allt á Íslandi“
Matur
Fyrir 4 dögum

Frosthörkurnar skilja eftir sig ótrúlegan hlut: Svona getur náttúran verið mögnuð

Frosthörkurnar skilja eftir sig ótrúlegan hlut: Svona getur náttúran verið mögnuð