fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Sannleikurinn um mat: Næringarfræðingar afhjúpa verstu megrunarráðin sem þeir hafa heyrt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 21:00

Ekki trúa öllu sem þú heyrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úti um allt er hægt að finna ýmsar misvísandi upplýsingar um mataræði. Í ágætri grein á Daily Mail fara næringarfræðingurinn Lyndi Cohen og lífeðlisfræðingurinn Gabrielle Maston yfir verstu ráðleggingar sem þær hafa heyrt í sambandi við mataræði.

Að borða sex máltíðir á dag hraðar efnaskiptunum

Lyndi segir að það séu til rannsóknir sem styðji við þessa kenningu en að þessi aðferð verði oftar til þess að fólk borði of mikið yfir daginn.

„Borðið frekar þegar þið eruð svöng í staðinn fyrir að borða eftir klukkunni. Matarlystin þín segir best til um hvenær þú átt að borða,“ segir hún. „Líkaminn er sérfræðingurinn og þú ættir að hlusta á hann.“

Ekki borða epli

Gabrielle segist hafa heyrt þetta ráð frá bæði læknum og einkaþjálfurum.

„Ástæðan fyrir því er að ávextir innihalda ávaxtasykur,“ segir hún og bætir við að þessi goðsögn komi úr rannsóknum sem hafi bent til þess að ávaxtasykur geti skemmt lifrina. Hins vegar var þá um að ræða frúktósasíróp sem finnst í gosdrykkjum og ýmsu öðru.

Lyndi segir að ávextir innihaldi trefjar, vatn og vítamín og séu nauðsynlegir í mataræði í góðu jafnvægi. Mælir hún með neyslu á tveimur ávöxtum á dag.

Lyndi Cohen.

Hættið að borða kolvetni

Lyndi segir að það að sneiða hjá kolvetnum geti virkað í stuttan tíma en að fólk þurfi að finna sér langtímalausn ef það vill léttast.

„Líf án pasta og brauðs er ekki líf sem þú vilt lifa,“ segir hún. „Ég elska að bæta kjúklingabaunum, linsubaunum og brúnum hrísgrjónum við máltíðir, og hafrarmjöl er frábært flókið kolvetni til að borða í morgunmat. Þetta snýst um gæði fremur en magn – alltaf.“

Biðjið um salatsósu til hliðar

„Já, ég næ þessu. Salatsósur innihalda hitaeiningar, sykur og fitu,“ segir Lyndi. „Stundum er bætt við mikilli salatsósu og þess vegna höfum við verið hvött til að panta hana til hliðar.“

Hún segir flesta borða of lítið af salati og því ætti ekki að neita sér um sósuna.

Gabrielle Maston.

„Salöt eru ekki aðeins gómsætari með sósu heldur hjálpar sósan þér líka að taka upp næringarefni sem finnast í grænmeti. Þá er líklegt að þú verður södd/saddur lengur því fita getur látið þér líða vel eftir át.“

Hættið í glúteni

Lyndi mælir eingöngu með að hætta að borða glúten ef þú ert með ofnæmi fyrir því eða óþol. Hún segir að glútenfrítt brauð og morgunkorn sé ekki hollari kostur og að það innihaldi oft minni trefjar en vörur með glúteni.

Forðist korn því þau innihalda fýtata

Fítati er efnasamband sem finnst í korni og sú flökkusaga gengur um að það dragi í sig allt járnið sem líkaminn þarfnast.

„Það er sannleikskorn í þessu ef þú ert eingöngu á plöntumiðuðu fæði,“ segir Lindy. „Þetta er hins vegar ekki vandamál hjá fólki sem borðar fjölbreytta fæðu.“

Pantið eggjahvítuköku

„Af hverju varð þetta ráð svona vinsælt?“ spyr Lindy og bætir við að með því að sleppa rauðunum fari fólk á mis við ýmis næringarefni og vítamín.

„Eggjarauðan inniheldur hollu fituna sem lætur þig vera sadda/n lengur.“

Japlið á sykurlausu tyggjói og drekkið vatn til að útrýma matarþrá

Lindy segir að gervisæta auki þvert á móti þrá í sætindi.

„Þú borðar ef þú ert svöng/svangur,“ segir hún. „Fáðu þér ávöxt ef þig langar í eitthvað sætt. Líkaminn okkar er stanslaust að reyna að segja okkur að hugsa um sig.“

Hreinsið líkamann reglulega

Lindy segir að fólk sem lifi heilbrigðu lífi þurfi ekki að hreinsa líkamann.

„Hreinsanir trufla samband þitt við mat, láta þig líða skort og virka ekki til lengri tíma litið,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa