fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

10 matvæli sem þú átt alls ekki að geyma í frysti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 09:00

Skyldulesning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft þjóðráð að geyma matvæli í frysti svo þau skemmist síður og þegar um magninnkaup er að ræða. Það eru hins vegar nokkur matvæli sem lifa ekki góðu lífi í frysti.

Vökvi sem getur sprungið

Það er ekki gott að setja vökva í lokuðu glasíláti eða dós í frost vegna þess að vökvinn getur blásið út í frosti og ílátið sprungið. Einnig er ekki gott að hafa vökvann í plastíláti ef ekki ert gert ráð fyrir aukarými.

Egg í skurninni

Það er í lagi að frysta egg en það er ekkert sérstaklega viturlegt að frysta þau í skurninni þar sem þau geta sprungið. Ástæðan er í raun sú sama og með vökvann.

Kál

Kál er yfirleitt ferskt þegar það er keypt og því stökkt. Kál getur hins vegar orðið linnt og litlaust í frystinum og því ekki mælt með að frysta það.

Ferskir ávextir og grænmeti

Það er ýmislegt sem hægt er að setja í frysti aftur og aftur en ávextir og grænmeti er ekki eitt af því. Kaupið þessar vörur frekar frosnar úti í búð ef þið viljið geyma þær í frysti.

Kjöt sem hefur þiðnað

Það má alls ekki frysta kjöt aftur sem hefur verið í frysti og þiðnað. Það sama á við um fiskmeti. Ef þetta er gert geta myndast bakteríur í kjötinu og í besta falli minnkað gæði afurðanna.

Djúpsteiktur matur

Ekki setja afganga af djúpsteiktum mat í frysti því þá missir maturinn sinn helsta eiginleika og verður ekki lengur stökkur.

Mjólk, sýrður rjómi og jógúrt

Þessar vörur geta hlaupið í kekki ef þær eru frystar. Það er svo sem allt í lagi að frysta þær en hugsanlega verða þær ekki eins góðar fyrir vikið.

Hráar kartöflur

Hráar kartöflur virka ekki vel í frysti þar sem vatnið og sterkjan standa sig ekkert sérstaklega vel í frostinu.

Kaffibaunir

Margir mæla gegn því að frysta kaffibaunir þar sem þær missa sitt góða bragð.

Ferskar kryddjurtir

Hér er í raun það sama uppi á teningnum og með kálið. Ef ferskar kryddjurtir eru frystar missa þær lit sinn og bragð og verða ofboðslega linar og aumingjalegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa