fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þakkar pönnukökum og Cheetos fyrir vöðvamassann: „Ég er ekki að reyna að vera Hulk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 23. febrúar 2019 09:30

Fjölbreytt mataræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappaksturskappinn Lewis Hamilton er búinn að bæta á sig miklum vöðvamassa að undanförnu og segir í samtali við Mirror að hann hafi borðað það sem hann vildi þegar hann var í fríi frá kappakstri yfir vetrartímann.

„Yfir vetrartímann gat ég borðað það sem ég vildi þannig að ég borðaði pönnukökur og Cheetos,“ segir hann og heldur áfram. „Ég hreyfði mig mikið og það eru kostir og gallar við það þar sem maður keyrir á lítilli orku.“

Hann segist ekki stefna á að stækka mikið meira.

„Ég er ekki að reyna að vera Hulk en það tekur tíma að bæta á sig vöðvum á réttan hátt og það hefur verið frábært að geta borðað stærri skammta. Mér finnst ég vera í mínu besta formi og get lyft þyngri lóðum.“

Þá segist hann hafa prófað alls kyns hreyfingu yfir veturinn.

„Ég hef gert ýmislegt; bardagalistir og aðrar íþróttir sem reyna á mismunandi líkamsparta. Það er sársaukafullt að koma sér aftur af stað á hverju ári. Ég er ekki með þjálfara en í ár hef ég unnið með mismunandi fólki. Ég hef prófað mismunandi hluti og finnst ég sterkari sem aldrei fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa