fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Arnar Eggert: „Svona lagað fær mig til að missa lífslöngunina. HVER GERIR SVONA!!!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 18:30

Kannast þú við það sem Arnar Eggert bendir á?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands, deilir sárasaklausri mynd af poka af Hrís súkkulaði á Facebook. Þegar rýnt er hins vegar í myndina sést að pokinn hefur verið opnaður vitlausu megin og fer það mikið í taugarnar á Arnari.

„Svona lagað fær mig til að missa lífslöngunina. HVER GERIR SVONA!!!“ skrifar hann við myndina.

Margir hafa skrifað athugasemdir við myndina og virðist vera sem einhverjir tengi vel við að líða svona þegar að matvæli eru opnuð vitlausu megin.

„Nokkuð viss um að sá sem gerði þetta sé hatari,“ skrifar einn vina Arnars og annar bætir um betur:

„Þetta er, án gríns, alvarlegur glæpur á mínu heimili. Alvarlegra en að setja tómar fernur aftur inn í ísskáp!!“

Svo er það þessi athugasemd sem sýnir nákvæmlega hve mikið hitamál þetta er:

„Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem gerir svona lagað.“

Hvað segja lesendur DV um þetta mál – takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa