fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Telja tengsl á milli neyslu sykurlausra gosdrykkja og heilablóðfalla og hjartaáfalla hjá miðaldra konum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 20:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur, eldri en 50 ára, sem drekka tvo eða fleiri gosdrykki, með gervisætuefnum, á dag eru í hópi sem er í aukinni hættu á að fá heilablóðfall og hjartaáfall og deyja ótímabærum dauða. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þessa.

Rannsóknin var gerð af American Heart Association og American Stroke Association sem eru bæði virt bandarísk samtök. Hættan er sögð mest fyrir konur sem hafa ekki áður glímt við hjartavandamál eða sykursýki og konur í yfirþyngd og/eða af afrískum ættum.

Niðurstöður fyrri rannsókna hafa bent til að tengsl væru á milli neyslu gosdrykkja, með gervisætuefnum, og hjartaáfalla, elliglapa, sykursýki 2, offitu og hjarta- og æðasjúkdóma eftir því sem segir í umfjöllun CNN.

„Þetta er önnur rannsóknin sem sýnir tengsl á milli gosdrykkja, með gervisætuefni, og hættunnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Við getum ekki sýnt fram á hverjar ástæðurnar eru en þetta er athyglisvert.“

Er haft eftir Ralph Sacco, formanni American Acadeym of Neurology.

Rúmlega 80.000 konur, sem voru komnar yfir tíðahvörf, tóku þátt í rannsókninni. Þær voru spurðar út í neyslu sykurlausra gosdrykkja undanfarna þrjá mánuði. Vísindamennirnir fylgdust með heilsufari þeirra á 12 ára tímabili og beindu sjónum sínum sérstaklega að hjartasjúkdómum af völdum þröngra æða.

Eftir að hafa tekið tillit til lífsstílsþátta var niðurstaða rannsóknarinnar að konur sem drekka tvær eða fleiri dósir af sykurlausum gosdrykkjum á dag eru 31 prósent líklegri til að fá hjartaáfall, 29 prósent líklegri til að fá hjartasjúkdóma og 16 prósent líklegri til að deyja ótímabærum dauða miðað við konur sem drukku sykurlausa gosdrykki einu sinni í viku eða alls ekki.

Vísindamennirnir geta ekki sagt með vissu hvort það eru sætuefnin sem valda þessu eða eitthvað annað í gosdrykkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa