fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Viltu vera vegan en veist ekki hvað á að vera í matinn? – Frábærar íslenskar vegan uppskriftasíður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langar þig að vera vegan en hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að borða? Viltu minnka neyslu dýraafurða en veist ekki hvað á að vera í kvöldmatinn? Er barnið þitt vegan og þú vilt ekki elda handa því pasta með tómatsósu enn aðra ferðina? Þá er tilvalið að skoða uppskriftasíður í leit að hugmyndum, innblæstri eða bara fallegum myndum af gómsætum mat.

DV tók saman íslenskar vegan uppskriftasíður.

Veganistur.is

Systurnar Helga María og Júlía Sif halda úti uppskriftasíðunni veganistur.is. Þar deila þær ljúffengum uppskriftum sem hafa slegið í gegn meðal landsmanna. Þær eru með mjög fjölbreyttar og skemmtilegar uppskriftir, til dæmis að súpum, núðlum, vefjum og samlokum, veislu- og hátíðaréttum og alls konar sætindum.

Mynd: Skjáskot/www.veganistur.is

Grænkerar.is

Þórdís og Aron eru kærustupar og grænkerar. Þórdís sér um matarhliðina á síðunni meðan Aron sér um ljósmyndahliðina. Grænkerar.is er tiltölulega ný uppskriftasíða en hefur komið mjög sterk inn í vegan samfélagið. Að sögn grænkeranna vilja þau sýna fólki hvað er auðvelt og skemmtilegt að elda vegan mat og að grænkerar geti vel verið sælkerar.

Mynd: Skjáskot/www.graenkerar.is

Reykjavegan

Sunna Ben heldur úti Facebook-síðunni Reykjavegan. Síðan er samansafn uppskrifta, hollráða og upplýsinga um vegan vöruúrval og vegan matarframboð á veitingastöðum í Reykjavík. Sunna Ben eignaðist dreng 31. desember 2018 og hefur tekið sér smá hlé frá síðunni. DV óskar Sunnu innilega til hamingju með drenginn.

JustSomeVeganStuff.com

Sunna er með síðuna JustSomeVeganStuff.com. Sunna deilir gómsætum uppskriftum og fróðleik um ýmis vegan fatamerki og vegan snyrtivörumerki. Með uppskriftum sem hún hefur sett á síðuna er tófú spínat lasagna, svartbauna- og kínóaborgari og hin fullkomna haustsúpa.

Mynd: Skjáskot/www.justsomeveganstuff.com

LifðuTilFulls.is

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi og hráfæðiskokkur er með síðuna og fyrirtækið Lifðu Til Fulls. Á síðunni má finna sykurlausar og ljúffengar uppskriftir. Júlía hefur gefið út uppskriftabók og er því enginn nýliði þegar kemur að því að búa til bráðhollar og góðar uppskriftir.

Mynd: Skjáskot/www.lifdutilfulls.is

Heilsa og Vellíðan

Anna Guðný Torfadóttir heldur úti uppskriftasíðunni heilsaogvellidan.com. Hún hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu. Allar uppskriftirnar á síðunni eru vegan, lausar við glúten og unnin sykur.

Mynd: Skjáskot/www.heilsaogvellidan.com

Er DV að gleyma einhverjum? Látið okkur vita hér fyrir neðan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa