fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Ógnvænleg þróun: Við borðum alltof mikið af skyndibita og það getur stytt lífið okkar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 10:00

Unninn matur er ekki hollur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysla unnins matar, svo sem hamborgara, pítsu, kex og bakkelsis getur stytt líf þitt umtalsvert samkvæmt nýrri rannsókn, sem birt var nýverið í JAMA Internal Medicine.

Tæplega 45 þúsund heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 45 til 64 ára tóku þátt í rannsókninni sem framkvæmd var í Frakklandi. Meðalaldur þátttakenda var 57 ára og héldu þeir matardagbók þar sem þeir skráðu allt sem þeir borðuðu yfir daginn. Þetta gerði vísindamönnum kleift að kanna hvaða áhrif neysla rúmlega þrjú þúsund mismunandi matvæla hefur á líkamann. Matvælunum var skipt í fjóra flokka, eftir því hve unnin matvælin voru.

Í stuttu máli sýna niðurstöður rannsóknarinnar að dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma, krabbameins og annarra sjúkdóma eru tengd við neyslu á mjög unnum mat, til dæmis gosdrykkja, tilbúinna máltíða, franskra kartaflna og hvíts brauðs.

Neysla aukist mikið

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að mataræði sem er ríkt af fitu en trefjalítið geti valdið háum blóðþrýstingi og krabbameini. Þessi rannsókn er hins vegar sú fyrsta sem finnur tengingu á milli neyslu á unnum mat og áhættu á andláti.

„Mjög unninn matur inniheldur mörg hráefni. Næringarfræðileg einkenni hráefnanna geta að hluta útskýrt þróun krónískra sjúkdóma, sem ekki smitast á milli manna, meðal þeirra sem neyta hráefnanna,“ segir Dr. Laure Schnabel, meðhöfundur skýrslunnar, hjá Paris-Sorbonne-háskólanum í samtali við Daily Mail.

Unninn matur inniheldur meiri fitu, mettaða fitu og viðbættan sykur en annar matur, en einnig umdeild efni eins og natríum nítrít og títan oxíð. Þá er talið að sætuefni, sem finnast í ýmsum matvælu, hafi áhrif á þarmaflóruna og auki þar með hættu á sykursýki 2 og öðrum efnaskiptasjúkdómum sem valda ótímabærum dauðsföllum.

Rannsókn frá því í fyrra sýndi að helmingur matar sem seldur er í Bretlandi er unninn, samanber 46 prósent í Þýskalandi, 45 prósent í Írlandi og 14 prósent í Frakklandi.

„Neysla á mjög unnum mat hefur aukist mikið síðustu áratugina og gæti þýtt aukna tíðni á dauðsföllum úr sjúkdómum sem ekki eru smitandi,“ segir Dr. Laure.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa