fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 13:30

Þessar bráðna í munni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smákökubakstur þarf ekki að einskorðast við jólin og því kynnum við þessar hveiti- og smjörlausu smákökur sem eru gjörsamlega geggjaðar.

Súkkulaðikökur

Hráefni:

2½ bolli flórsykur
¾ bolli kakó
¼ tsk. salt
4 eggjahvítur
½ tsk. vanilludropar
1½ bolli súkkulaðibitar (eða grófsaxað súkkulaði)

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Smyrjið smjörpappírinn létt eða spreyið hann með bökunarspreyi. Blandið flórsykri, kakói og salti saman í skál. Bætið eggjahvítum og vanilludropum saman við og blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Hvílið deigið við stofuhita í 20 mínútur. Takið ykkur skeið í hönd og búið til hringlaga kökur á ofnplöturnar með góðu millibili. Bakið í 10 til 12 mínútur. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur
Matur
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku
Matur
Fyrir 4 dögum

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“