fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Matur

Karamellukökur sem bráðna í munni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:30

Dásamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar litlu dúllur eru æðislegar hvenær sem er dags og gjörsamlega bráðna í munni.

Karamellukökur

Hráefni:

1 bolli hveiti
1 bolli haframjöl
¾ bolli púðursykur
1 tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
10 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
½ bolli mjólkursúkkulaði, grófsaxað
½ bolli dökkt súkkulaði, grófsaxað
32 rjómakaramellur
½ bolli rjómi
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír í botninn á formi sem er sirka 20 sinnum 20 sentímetra stórt. Bræðið smjörið í örbylgjuofni, blandið vanilludropum saman við og kælið lítið eitt. Blandið hveiti, haframjöli, púðursykri, matarsóda og salti saman í skál og hellið smjörinu yfir. Blandið vel saman. Setjið helminginn af blöndunni í botninn á forminu og bakið í 10 mínútur. Blandið karamellum og rjóma saman í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í 30 sekúndna hollum. Hrærið vel á milli. Dreifið súkkulaðinu yfir bakaða botninn og hellið karamellublöndunni síðan yfir. Stráið smá sjávarsalti yfir og síðan restinni af kökudeiginu. Setjið aftur inn í ofn og bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið skerið hana í litla, sæta bita.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Vinirnir komu Viktoríu á óvart: Hún bjóst ekki við þessari köku

Vinirnir komu Viktoríu á óvart: Hún bjóst ekki við þessari köku
Matur
Fyrir 3 dögum

Fór fyrst í megrun 9 ára – Missti 55 kíló á ketó: Þetta borðar hún yfir daginn

Fór fyrst í megrun 9 ára – Missti 55 kíló á ketó: Þetta borðar hún yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 4 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri