fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Agnar rak augun í ótrúlegt atriði á Ísey skyri: „Já, það fer í taugarnar á mér“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 12:00

Hvor eftirrétturinn er þetta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-notandi sem kallar sig Agnar vekur athygli á ótrúlegu atriði á dósum af Ísey skyri, nánar tiltekið skyri með Crème brûlée-bragði.

„Já, það fer í taugarnar á mér að myndin á Ísey Skyr Crème brûlée líkist meira crème caramel en crème brûlée.“

Þegar skyrdollan er skoðuð kemur í ljós að Agnar hefur nokkuð til síns máls. Myndin á skyrdollunni líkist nefnilega frekar eftirréttnum Crème caramel, sem er búðingur sem er ávallt bakaður í litlum formum og síðan látinn renna úr forminu, sósaður í karamellusósu.

Crème brûlée er einnig búðingur sem er bakaður í litlum formum, en sá eftirréttur er hins vegar borinn fram í formunum þegar búið er að karamellisera sykur ofan á búðingnum þannig að hann brotnar þegar skeið er sett ofan í búðinginn til að njóta hans til hins ítrasta.

Crème brûlée.

Þó Crème brûlée og Crème caramel líti út fyrir að vera mjög svipaðir þá felst munurinn á þessum tveimur eftirréttum í smáatriðunum. Í raun er sama tækni notuð til að búa báða búðingana til þó endaafurðin sé gerólík. Crème brûlée er saðsamari og þyngri eftirréttur. Hann er búinn til úr rjóma og eggjarauðum og er búðingur afar þykkur, og í raun andstæðan við viðkvæman sykurinn sem toppar hann.

Crème caramel er mun léttari og í hann eru notuð bæði heil egg og eggjarauður. Þá er rjóma skipt út fyrir mjólk.

Crème caramel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa