fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Er hættulegt fyrir börn að borða sand?

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest börn borða líklegast sand á fyrstu árum sínum í þessu lífi. Mörgum fullorðnum er ekki vel við það, þó þeir hafi líklegast sjálfir borðað sand á æskuárunum. En er hættulegt fyrir börn að borða sand?

Þessari spurningu var velt upp í norska Aftenposten og meðal annars var rætt við Kari Løvendahl Mogstad, lækni. Hún sagði að það tilheyrði í raun barndómnum að borða sand, börnin eru að uppgötva heiminn í gegnum skilningarvit sín og það sé alveg eðlilegt að þau bragði á því sem er í nánasta umhverfi þeirra.

Hún sagði að yfirleitt sé það þó þannig að foreldrunum finnist þetta ógeðslegt því það sé ekki mjög lystaukandi að sjá barnið borða sand sem getur til dæmis innihaldið kattaskít. Það tilheyri því uppeldinu að kenna börnum að þau eigi ekki að borða sand. Þetta sé þó yfirleitt ekki skaðlegt. Hún ráðleggur fólki, sem er með sandkassa í görðum sínum, að fara vel yfir þá að morgni til að kanna hvort kettir hafi skitið í þá.

Elin Asbjørnsen, hjúkrunarfræðingur, sagðist vel skilja að foreldrar vilji ekki að börnin borði sand en benti á að sandurinn fari venjulega í gegnum meltingarkerfið án nokkurra vandræða. Sum börn eigi það þó til að borða svo mikinn sand að það sé nauðsynlegt að halda þeim frá sandi um tíma.

Það kemur fyrir að börn fái sígarettustubb eða gamalt tyggigúmmí upp í sig með sandinum og það veldur stundum magaverkjum en þeir líða yfirleitt fljótt hjá að sögn Mogstad. Það séu þó hlutir í sandi sem geti gert börnin veik en sjaldnast sé um alvarlega sjúkdóma að ræða. Það þurfi þó að hafa sérstaka aðgát ef börnin eru ekki bólusett en stífkrampi sé það sem heilbrigðisstarfsmenn óttast mest í þessu sambandi.

Bæði Mogstad og Asbjørnsen lögðu áherslu á að handþvottur sé það mikilvægasta til að fyrirbyggja sjúkdóma og það þurfi að gæta þess að börn þvo sér vel um hendurnar fyrir máltíðir.

Mogstad sagði að vegna mikils hreinlætis nútímafólks þá hafi margar góðar bakteríur tapast úr ónæmiskerfi okkar og við verðum að þjálfa ónæmiskerfið. Það geti því kannski verið gott að borða smá sand á barnsaldri því það styrki ónæmiskerfið og geri okkur betur í stakk búin til að takast á við sjúkdóma. Asbjørnsen tók undir þetta og sagði að rannsóknir hafi sýnt að það sé hollt fyrir börn að vera í snertingu við náttúruna, það geti til dæmis komið í veg fyrir ofnæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa