fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Leynilegt ástarhreiður Meghan og Harry afhjúpað: Tvö eldhús í partíhlöðu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 08:21

Æðislegt heimili.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle og Harry prins gengu í það heilaga seinasta vor og nú hefur breski fjölmiðillinn The Sun birt fyrstu myndina af leynilegu ástarhreiðri hjónanna. Um er að ræða fallegt hús út í sveit sem metið er á tæplega fjögur hundruð milljónir króna.

Í grein The Sun kemur fram að hjónin líti á sveitasetrið sem heimili sitt frekar en íbúðina í Kensington-höll. Setrið var allt tekið í gegn árið 2011, en því fylgir uppgerð hlaða þar sem er að finna tvö eldhús og stórt setusvæði með gluggum frá gólfi til þaks.

Ef hlaðan gæti talað.

Ku hjónin hafa haldið fullt af teitum í húsinu og hafa stjörnur á borð við George og Amal Clooney, Serena Williams og maður hennar Alexis Ohanian og hin nýgiftu Priyanka Chopra og Nick Jonas sótt kóngafólkið heim.

„Þetta er dásamlegur staður með frábæru útsýni og einstaklega friðsæll,“ segir ónefndur vinur hjónanna í samtali við The Sun.

Harry og Meghan skrifuðu undir tveggja ára leigusamning snemma á síðasta ári og fluttu inn fyrir brúðkaupið sitt, sem var haldið í maí.

Hamingjusöm hjón.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa