fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Klár í brúðkaup Gylfa og Alexöndru: „Jói Fel mætir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 12:00

Jói veit nákvæmlega hvað hann myndi baka fyrir brúðkaupið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprenghlægileg villa á forsíðu Fréttablaðsins í gær vakti gríðarlega athygli. Í blaðinu var fjallað um brúðkaup knattspyrnustjörnunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar og unnustu hans, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, sem haldið verður í sumar.

„Gylfi Þór og Alexandra Helga að undirbúa brauðkaup aldarinnar,“ stóð á forsíðunni og vöktu þessi brauðkaup mikla lukku meðal netverja.

„Ég hlýt að vera boðinn út“

Af því tilefni var hringt í stjörnubakarann Jóa Fel á K100 í morgun og hann spurður hvort hann hefði ekki örugglega verið ráðinn í brauðkaup aldarinnar, þar sem hann töfraði fram veitingar í brúðkaupi Hannes Þórs Halldórssonar, liðsfélaga Gylfa í landsliðinu. Jói segist ekki enn hafa fengið boð í herlegheitin.

„Það er nú svolítið í brúðkaupið enn þá,“ segir Jói, vongóður um að fá boð til Ítalíu þar sem brúðkaupið verður haldið. „Ég hlýt að vera boðinn út,“ segir hann og hlær. „Ef þetta er brauðkaup aldarinnar verð ég að mæta á staðinn og baka á staðnum.“

Þá segist Jói ekki hafa skilið að fólk hafi verið að fetta fingur út í fyrirsögn Fréttablaðsins.

„Ég var eini maðurinn í gær sem hélt að þetta væri ekki mistök í Fréttablaðinu,“ segir Jói sem fannst fullkomlega eðlilegt að Gylfi og Alexandra myndu hafa brauðþema í brúðkaupinu.

„Mér fannst þetta eðlilegt. Mér fannst skrýtið að það stæði ekki undir: Jói Fel mætir.“

Eins og áður segir er Jói algjörlega klár að baka brauð fyrir brúðkaupið í sumar, en segist þurfa að dvelja í hálfan mánuð á Ítalíu til að undirbúa sig. Myndi hann til að mynda baka ítalskt Focaccia-brauð og týna ferskar ólífur af trjánum í brauðgerðina.

Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa