fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Matur

Hann ákvað að elda egg í örbylgjuofninum með voveiflegum afleiðingum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 16:30

Hræðilegt atvik í alla staði.

Eggjaunnandinn Saul Morton ákvað að elda egg fyrir sig og vinnufélaga sinn í mötuneytinu í vinnunni snemma í desember. Hann ákvað að gufusjóða eggin með því að setja egg í bolla með smá vatni og elda þau í örbylgjuofninum í sextíu sekúndur. Saul hafði séð þessa aðferð á netinu, fannst hún sniðug og hafði prófað þetta margoft áður. Ekkert gat undirbúið hann fyrir það sem gerðist næst.

Saul með egg í bolla.

„Ég var að búa til samloku með beikoni og eggi í vinnunni. Ég hef eldað egg svona í mörg ár og aldrei lent í vandræðum nema þetta eina skipti. Ég hafði séð atvinnumann í kennslumyndbandi sýna þessa aðferð á internetinu og því fylgdi engin aðvörun að þetta gæti gerst. Ég var búinn að gera eitt egg og samloku. Þegar ég tók hitt eggið úr bollanum þá sprakk það og ég sá slettur af hvítum vökva stefna á andlitið mitt,“ segir Saul í samtali við Mirror.

Ólýsanlegur sársauki

Fyrst hélt Saul að hann væri bara með egg á andlitinu en þegar hann sá hvítar flygsur losna frá augnlokunum, kinnum og nefi gerði hann sér grein fyrir að þetta var húðin hans að flagna af út af hræðilegum bruna. Saul er þjálfaður í fyrstu hjálp og vissi hvernig átti að bregðast við.

Saul brenndist illa.

„Þetta var ólýsanlegur sársauki. Mér leið eins og þegar maður hellir sjóðandi heitu vatni óvart á sig, en í þetta sinn var þetta yfir bæði augun mín og allt andlitið. Ég hljóp úr mötuneytinu á baðherbergið og þvoði andlitið með köldu vatni. Fyrst hélt ég að ég væri bara með eggjahvítu fasta á andlitinu en gerði mér síðan grein fyrir að húðin var að flagna af á augnlokum, kinnum og nefi. Þegar það gerðist og þegar að andlitið mitt bólgnaði upp vissi ég að það var kominn tími á að hringja á sjúkrabíl,“ segir hann.

Pakkað inn eins og múmíu

Saul var lagður inn á Glan Clwyd-spítalann í Bodelwyddan í Denbighshire í Englandi þar sem krem var borið á sárin og andliti hans pakkað inn í sárabindi.

Eins og múmía.

„Mér var pakkað inn eins og múmíu, en kremið og sárabindin björguðu mér. Það voru sett sárabindi á höfuð mitt og skorin göt fyrir augu mín og munn svo ég gæti andað. Ég sá ekki vel þannig að ég gisti hjá foreldrum mínum,“ segir hann.

Allur að braggast.

Eftir aðeins viku var Saul farinn að lagast mikið og sneri hann í vinnu tveimur vikum eftir slysið. Þegar hann mætti til starfa voru vinnufélagar hans búnir að fjárfesta í gríngjöf fyrir hann, borðspili sem heitir Egg Splat. Honum líður vel í dag og vill að sem flestir lesi sögu sína.

„Ég er með lítið, rautt far á nefinu en ekkert meira. Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið mikið verra. Ég gæti ávallt fyllsta öryggis en þetta gerðist samt. Það er ekki þess virði að gufusjóða egg í örbylgjuofni. Mig langar bara að láta fólk vita að þetta getur gerst.“

Sæll með gríngjöfina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Í gær

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Í gær

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“
Matur
Í gær

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins
Matur
Fyrir 2 dögum

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það