fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Matur

Nýtt Oreo-kex kemur matgæðingum í uppnám: „Guð minn góður, ég æli“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 22:00

Kexruglað drama.

The Junk Food Aisle er vinsæll reikningur á Instagram og halda forsvarsmenn hans því fram að ný tegund af Oreo séu væntanleg á þessu ári. Ku það vera Oreo-kex með smjörpoppsbragði.

Á Junk Food Aisle er því haldið fram að kremið sem heldur kexinu saman minni helst á ananas og er þessari tegund líkt við hlaupbaunina með smjörpoppsbragði, sem er ekki í uppáhaldi margra.

Í athugasemdum við færsluna eru margir sem eru til í að smakka nýja kexið. Hins vegar eru einnig afar margir sem komast í uppnám við þessar fréttir. Orð eins og ógeðslegt, viðbjóður og hryllilegt koma margoft fyrir í athugasemdakerfinu og fólki er ekki skemmt yfir þessu nýjasta útspili Oreo.

„Ég veit ekki hvernig mér á að líða yfir þessu…“ skrifar einn notandi. „Þetta er gengur of langt,“ bætir annar við.

„Guð minn góður, ég æli,“ skrifar Instagrammari sem er í miklu uppnámi, líkt og þessi: „Ég elska Oreo og popp en að hugsa um þetta tvennt saman lætur mér líða illa.“

„Þetta hljómar viðbjóðslega,“ skrifar einn og enn annar bætir við: „Ógeðslegt! Ég elska Oreo og popp en ekki poppOreo.“

Hvað segja lesendur DV? Eru þetta mistök hjá Oreo?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 23 klukkutímum

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Í gær

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Í gær

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“
Matur
Í gær

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins
Matur
Fyrir 2 dögum

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það