fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Nafnalausi pítsastaðurinn lokar og verður Systir: „Sjáumst á fimmtudag!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:39

Hér mun Systir opna á fimmtudaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki að loka staðnum. Við erum bara að skipta um nafn og taka hann í yfirhalningu,“ segir Ólafur Ágútsson, matreiðslumaður, rekstrarstjóri og einn af eigendum Nafnlausa pítsastaðarins á Hverfisgötu 12. Staðurinn birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem sagt var að staðnum væri lokað og að síðasta pítsan hefði verið borin fram.

„Sjáumst á fimmtudag!“ stendur einnig í færslunni, en nýr staður í sama húsnæði, í eign sömu aðila, opnar á fimmtudaginn næsta. Nafnlausi pítsastaðurinn heyrir hins vegar sögunni til.

Skapa sömu stemningu og á Dill

„Nýi staðurinn heitir Systir. Við völdum það nafn einfaldlega út af því að þetta er systrastaður Dill Restaurant. Svo er þetta fallegt, íslenskt orð,“ segir Ólafur, en sama fyrirtæki rekur bæði Systur og Dill Restaurant. Ólafur segir markmiðið með nýja staðnum að skapa sömu stemningu og á Dill, en á viðráðanlegra verði.

„Við hreinlega ákváðum að skipta um gír og gera eitthvað nýtt og spennandi. Okkur langar afskaplega mikið að notast við Dill Restaurant fílínginn þannig að við ákváðum að hætta að vera pítsastaður. Við viljum vera meira veitingastaður í léttum fílíng, á pari við vínbari, craft bjóra bari og kokteilabari, á nýnorrænni línu og -bylgju. Okkur langar að kynna Dill-konseptið fyrir fleirum og elda í þeim anda,“ segir Ólafur

Það vakti mikla athygli þegar að veitingastaðurinn Dill hlaut fyrstur íslenskra veitingastaða Michelin-stjörnu, eina stærstu viðurkenningu í veitingastaðabransanum. Ólafur segir það af og frá að með breytingu á Nafnlausa pítsastaðnum sé verið að eltast við stjörnur.

„Það er enginn tilgangur í að elda fyrir einhverjar stjörnur. Við eldum bara fyrir gestina okkar.“

Bjóst við hörðum viðbrögðum

Lokunin á Nafnlausa pítsastaðnum hefur vakið upp hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, enda hefur hann notið gríðarlega vinsælda þau fimm ár sem hann hefur verið opinn.

„Já, við bjuggumst alveg við því og erum meðvitaðir um það. Við erum handviss um að okkar fólk haldi áfram að koma til okkar. Við eigum dyggan kúnnahóp sem þarf engu að kvíða. Við leggjum meiri áherslu á kokteilana okkar, sem eru frábærir og ætlum að endurvekja DJ um helgar. Þetta er einfaldlega tækifæri fyrir okkur til að styrkja sambandið við okkar dygga hóp enn betur,“ segir Ólafur, pollrólegur þó glænýr veitingastaður opni á fimmtudaginn, eftir aðeins tvo daga.

Pítsurnar vöktu lukku.

„Við erum það heppin að við höfum frábært og flott lið með okkur, eins og við höfum haft í mörg. Við höfum allt til alls og þurfum litlu að breyta.“

En verður pítsa á matseðlinum?

„Nei,“ segir Ólafur og hlær. „Það er engin pítsa á matseðlinum.“

Meiri áhersla verður lögð á kokteila.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa