fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Hann var lærifaðirinn – hún var nemandinn: Nú eru þau trúlofuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 13:00

Á hamingjuskýi.

Stjörnukokkurinn John Torode og leikkonan Lisa Faulkner trúlofuðu sig á jóladag. Lisa segir frá þessu á Instagram.

„Minn yndislegi John kom mér á óvart á jóladag og bað mín,“ skrifar hún, í skýjunum. „Gleðilegt 2019. Þetta verður frábært ár og ég ætla að njóta hverrar mínútu. Allt sem þarf er ást. Ást er allt sem þarf.“

John deilir síðan mynd af tilvonandi eiginkonu sinni við sundlaugarbakka og skrifar:

„Og hún sagði JÁ!! Djöfull sem ég elska Lisu. Varð að setja hring á fingur henni.“

John og Lisa kynntust árið 2010 þegar að hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Celebrity MasterChef. Hún bar sigur úr býtum en John var kynnir í þáttunum. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum tveimur árum síðar eftir að Lisa skildi við þáverandi eiginmann sinn, Chris Coghill, og John hætti með sinni spúsu, Jessicu. John á fjögur börn með tveimur konum og Lisa á eina dóttur. Þau búa saman í Norður-London.

Matarvefurinn óskar þeim innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“
Matur
Fyrir 3 dögum

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“