fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Hann var lærifaðirinn – hún var nemandinn: Nú eru þau trúlofuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 13:00

Á hamingjuskýi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn John Torode og leikkonan Lisa Faulkner trúlofuðu sig á jóladag. Lisa segir frá þessu á Instagram.

„Minn yndislegi John kom mér á óvart á jóladag og bað mín,“ skrifar hún, í skýjunum. „Gleðilegt 2019. Þetta verður frábært ár og ég ætla að njóta hverrar mínútu. Allt sem þarf er ást. Ást er allt sem þarf.“

https://www.instagram.com/p/BsVBTRPgSz0/

John deilir síðan mynd af tilvonandi eiginkonu sinni við sundlaugarbakka og skrifar:

„Og hún sagði JÁ!! Djöfull sem ég elska Lisu. Varð að setja hring á fingur henni.“

John og Lisa kynntust árið 2010 þegar að hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Celebrity MasterChef. Hún bar sigur úr býtum en John var kynnir í þáttunum. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum tveimur árum síðar eftir að Lisa skildi við þáverandi eiginmann sinn, Chris Coghill, og John hætti með sinni spúsu, Jessicu. John á fjögur börn með tveimur konum og Lisa á eina dóttur. Þau búa saman í Norður-London.

Matarvefurinn óskar þeim innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa