fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Gjaldþrot, peningaþvætti og dularfullar lokanir: Stjörnurnar sem sökktu veitingastöðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 20:00

Ævintýri í veitingastaðabransanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið hefur oft söðlað um og dembt sér í matarbransann. Það gengur hins vegar ekki alltaf sem skyldi og hér eru nokkur dæmi um það.

Fyrirsætur í eldhúsinu.

Fashion Café – 1995–1999

Ofurfyrirsæturnar Elle Macpherson, Naomi Campbell, Claudia Schiffer og Christy Turlington stóðu allar að opnun Fashion Café í New York árið 1995, á hátindi ferilsins. Staðurinn var einstaklega smart, með rauðan dregil við innganginn og gjafavöruverslun í anddyrinu sem seldi rándýran varning. Réttir sem voru í boði voru samt sem áður ekkert sérstaklega elegant, en á matseðlinum voru til dæmis hamborgarar og fiskur og franskar.

Fashion Café sló í gegn og því var ákveðið að opna stað í Barselóna árið 1996 og í London árið 1997. Gamanið kárnaði þó fljótt og þegar að nýjabrumið var horfið hættu viðskiptavinir að koma. Staðirnir lokuðu, einn af öðrum, og ekki skánaði málið þegar að Fashion Café flæktist í hneykslismál er varðaði bræðurna Francesco og Tommaso Buti, heilana á bak við veitingastaðinn, en þeir voru kærðir fyrir svik og peningaþvætti. Árið 1999 var tískuævintýrið búið.

J. Lo opnar Madre´s.

Madre‘s – 2002-2008

Leikkonan, söngkonan og dansarinn Jennifer Lopez er einstaklega fjölhæf og virðist geta breytt flestu í gull – nema veitingastaðarekstri. J. Lo opnaði veitingastaðinn Madre‘s í Pasadena í Kaliforníu árið 2002, en Madre‘s er spænska og þýðir Hjá mömmu, eða því um líkt. Nafnið hæfði veitingastaðnum vel þar sem maturinn var innblásinn af matargerð móður fjöllistakonunnar, sem er frá Puerto Rico.

Heimilisleg stemning á Madre´s.

Stjörnurnar fjölmenntu á opnunarkvöldið og gekk staðurinn ágætlega. Árið 2005 fór að halla undan fæti þegar að dýraverndunarsinnar ákváðu að mótmæla fatalínu söngfuglsins fyrir utan veitingastaðinn. Þá fékk Jennifer fyrrverandi eiginmann sinn, kúbanska leikarann Ojani Noa, til að hjálpa sér að reka veitingastaðinn. Þegar hann var rekinn sex mánuðum síðar hélt Ojani því fram að uppsögnin hefði verið ólögmæt og fór í mál. Árið 2008 voru dyrnar á Madre‘s lokaðar í hinsta sinn.

Dive! – Einstakur staður.

Dive! – 1994-1999

Sjávarþema var gegnum gangandi á veitingastaðnum Dive! sem leikstjórinn Steven Spielberg opnaði árið 1994 í Los Angeles. Veitingastaðurinn var í laginu eins og risastór, gulur kafbátur og var boðið upp á samlokur í kafbátastíl. Margfrægi kvikmyndaframleiðandinn Jeffrey Katzenberg, maðurinn á bak við verðlauna teiknimyndirnar Beauty and the Beast, The Little Mermaid og Lion King, var viðskiptafélagi Stevens.

Steven náði ekki að láta þetta ganga upp.

Þessir tveir snillingar náðu hins vegar ekki að halda staðnum á floti, en upprunalegu plönin voru að opna Dive! víðs vegar um Bandaríkin. Þeir náðu að opna annan stað í Las Vegas áður en viðskiptavinir hættu að gæða sér á kafbátum og árið 1999 var gamanið búið.

Britney við opnun á Nylu.

Nyla – 2002

Poppprinsessan Britney Spears hefur átt hvern smellinn á fætur öðrum í gegnum árin, en því miður var veitingastaðurinn Nyla í New York ekki einn af þeim. Nyla opnaði á fína hótelinu Dylan á Manhattan sumarið 2002. Á matseðlinum voru ýmsir cajun réttir og var beðið eftir opnun veitingastaðarins með mikilli eftirvæntingu.

Skemmtilegt lógó.

Viðskiptavinir voru hins vegar ekki á eitt sáttir og voru umsagnir um staðinn eins mismunandi og þær voru margar. Þá kvörtuðu birgjar einnig yfir því að fá ekki borgað fyrir vörur. Britney ákvað því að skella í lás í lok árs 2002, aðeins nokkrum mánuðum eftir að staðurinn opnaði.

Litríkur karakter, Hulk Hogan.

Pastamania – 1995-1996

Glímukappinn Hulk Hogan opnaði Pastamania árið 1995 í Bloomington í Minnesota, en eins og nafnið gefur til kynna var boðið upp á pasta, þar á meðal ofurpasta Hulks sem innihélt penne með kjúklingi, grænmeti og sósu að eigin vali. Þá var einnig hægt að kaupa pasta á staðnum sem var í laginu eins og glímugoðið sjálft.

Frekar sorgleg staðsetning á veitingastað.

Það má segja að Pastamania hafi verið alveg eins og eigandinn – hávær og djarfur – og fór markaðsteymi Hulks á yfirsnúning að markaðssetja staðinn sem slíkan. Markaðsbrellan gekk vel en pastað heillaði ekki. Ári eftir að staðurinn opnaði var honum lokað jafnfljótt.

Feðgarnir Justin og Sean.

Justin‘s – 1997-2012

Sean Combs er betur þekktur sem P. Diddy, opnaði veitingastað í New York og heiðraði son sinn Justin með nafninu. Á matseðlinum voru bragðsterkir réttir og alls kyns sjávarfang. Fyrst um sinn sló Justin‘s í gegn en allt kom fyrir ekki og staðurinn lokaði árið 2007.

Búið spil.

Ástæður lokunarinnar voru afar dularfullar og ákvað Sean að fjárfesta í öðrum Justin‘s-stað í Atlanta árið 2008. Sá staður lokaði árið 2012 og sagðist tónlistarmaðurinn þurfa að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Eva á opnunarkvöldinu.

She by Morton‘s – 2012-2014

Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fór í samstarf við steikhúsið Morton‘s og opnaði glænýjan veitingastað í Las Vegas árið 2012. Útkoman var glæsilegt og fágað steikhús sem bauð upp á litla skammta af kjöti og var markhópurinn konur.

Eva komst í hann krappann árið 2014 þegar eftirlitsaðilar tilkynntu um ýmis brot á heilbrigðisreglum og var staðnum lokað tímabundið. SHe opnaði nokkrum dögum síðar en lokaði seinna sama ár.

Ashton í matarbobba.

Dolce – 2003-2012

Leikarinn Ashton Kutcher hefur margoft reynt að skapa sér nafn í veitingahúsabransanum. Hann prófaði að opna sushi bar í Los Angeles, sælkerastað í Dubai og síðan var það Dolce, ítalskur veitingastaður með hágæða vín. Ashton opnaði Dolce með meðleikara sínum úr That ´70 Show, Wilmer Valderrama. Fyrsti staðurinn opnaði í Los Angeles árið 2003 en síðan opnuðu staðir í Atlanta og Huntsville. Fjölmargar stjörnur voru fastagestir á fyrstnefnda staðnum og slógu pastaréttirnir í gegn.

Dolce gekk ágætlega um hríð.

Umsagnir um matinn á Dolce voru mest megnis jákvæðar, en veitingaðurinn náði hins vegar ekki að halda flugi sínu. Allir þrír veitingastaðirnir lokuðu árið 2012.

Leikarinn er mikill golfari.

The Clubhouse – 1997-2009

Stórleikarinn Kevin Costner vildi ólmur blanda sér í matarslaginn og opnaði The Clubhouse í Costa Mesa í Kaliforníu árið 1997. Að sjálfsögðu var golfþema á staðnum og vildi leikarinn að staðurinn væri opinn öllum og hélt því verðinu í lágmarki. Á matseðlinum voru klassískir, bandarískir réttir og þó að fjölmargir frægir fjárfestar hafi veitt honum aðstoð náði klúbbhúsið aldrei flugi og lokaði árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa