fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Grænkeri brjálaður út í Pizza Hut: „Ég er fokillur – óhuggandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 17:00

Greyið Kori.

„Þetta er skelfilegt. Ég er fokillur – óhuggandi,“ segir hinn 23ja ára gamli Kori Paul Swabey frá Plymouth í Bretlandi. Kori ákvað að gæða sér á réttum á nýjum Veganúar matseðli á veitingastaðnum Pizza Hut í heimabæ sínum fyrir stuttu, þar sem Kori er að reyna að gerast grænkeri.

Þjónninn á staðnum fullvissaði Kori að allt á matseðlinum væri vegan, þar á meðal ís, sem Kori gat fengið sér ótakmarkað af. Upp vöknuðu grunnsemdir hjá Kori þegar hann sá að mjólk var eitt af hráefnunum í íssósu sem var í boði.

„Konan fór og kom til baka og sagði að ísinn væri vegan. Ég spurði hvort sósurnar væru líka vegan og hún sagði já,“ segir Kori í samtali við Mirror. „Þegar ég fór að fá mér athugaði ég innihaldslýsinguna á sósunum og sá að þær innihéldu mjólk. Ég settist aftur og sagði vinum mínum frá þessu, sem sögðu mér að borða bara ísinn því þjóninum gæti ekki skjátlast.“

Þegar Kori kom heim þetta kvöld ákvað hann að tísta um þennan nýja vegan matseðil og að ísinn væri meira að segja vegan. Þá svaraði forsvarsmaður Pizza Hut á Twitter og sagði ísinn ekki vera vegan. Þegar Kori kvartaði yfir þessu var honum boðin ókeypis máltíð, boð sem hann þáði ekki því hann vill ekki borða þarna aftur.

„Mér líður eins og þau hafi hæðst að lífsstílnum mínum. Þetta eru mistök sem áttu ekki að eiga sér stað. Ég gæti verið með mjólkuróþol,“ segir Kori sem er mikið niðri fyrir út af þessu óheppilega máli.

„Þó ég hafi ekki verið vegan lengi er þetta samt eitthvað sem ég hef mikla ástríðu fyrir og tek alvarlega. Ég ætti að geta borðað einhvers staðar og vita nákvæmlega hvað ég er að borða. Starfsfólk á öllum stöðum ætti að fá fræðslu um hráefni fyrir grænkera og þá sem eru með ofnæmi. Pizza Hut hefur auglýst nýjan vegan matseðil út af Veganúar en starfsfólkið veit ekki hvað er vegan,“ segir hann.

Talsmaður Pizza Hut segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

„Við erum miður okkar að viðskiptavini voru gefnar rangar upplýsingar vegna mannlegra mistaka. Við erum í sambandi við viðskiptavininn og gerum viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“
Matur
Fyrir 3 dögum

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“