fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Börnin hennar vildu ekki borða grænmeti: Sjáið hvernig hún leysti vandamálið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 10:00

Þvílíkur snillingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er það oft þannig að börn eru ekkert sérstaklega hrifin af grænmeti. Einmitt það var uppi á teningnum á heimili Laleh Mohmedi, tveggja barna móður frá Melbourne í Ástralíu, en hún fann sniðuga lausn á þessu vandamáli.

Laleh leggur mikinn metnað í máltíðir fyrir börnin sín og notar grænmeti og ávexti til að búa til ltiríkar og skemmtilegar teiknimyndapersónur sem eru að sjálfsögðu ætar frá A til Ö. Útkoman er stórkostleg eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Ætur Andrés önd.

Laleh lætur ekkert stoppa sig og býr til allt frá Pikachu, til Andrésar Andar og Bangsímons. Laleh segir að sonur hennar Jacob sé mikill aðdáandi listaverkanna.

Girnilegur Pikachu.

„Hann bara elskar þetta,“ segir hún í viðtali við Metro. „Að sjá viðbrögð hans þegar hann sér það sem ég skapa gerir þetta allt þess virði.·

Þó matarlistaverkin virðist flókin segir Laleh þau í raun mjög einföld í framkvæmd.

Laleh og Jacob.

„Þetta tekur ekki langan tíma. Þetta snýst allt um undirbúning. Ég tek til dæmis köldu hráefnin til, eins og smáatriði í andliti og klæðnað, á meðan heitu hráefnin, eins og kartöflumúsin og pastasósan, eldast. Þá er ég snögg að setja allt á diskinn.“

Klukkan úr Fríða og dýrið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa