fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Borðaði eingöngu pasta í heila viku og léttist um tvö kíló: Matur snýst ekki um kvíða og hitaeiningatalningar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 14:00

Charlotte fílar að prófa nýja hluti.

„Viltu að ég forðist þig? Segðu mér að eitthvað innihaldi „of margar hitaeiningar“. Það þarf ekki snilling til að vita að smákökur innihalda hitaeiningar og að þær hitaeiningar eru gómsætar. Matur fyrir mér er um samskipti og fögnuð, ekki kvíða og hitaeiningatalningu,“ skrifar Charlotte Palermino í áhugaverðum pistli á vefsíðunni Delish.

Í pistlinum fer Charlotte yfir sérstaka hreinsun sem hún hóf árið 2018 á – hún borðaði bara pasta í heila viku. Ástæðan fyrir því var að hún var komin með leið á að sjá alls kyns hreinsanir út um allt á samfélagsmiðlum, hvort sem það voru föstur eða glútenlaust mataræði. Því ákvað Charlotte að borða eingöngu pasta og athuga hvernig áhrif það hefði á líkamann.

Hún valdi pasta því hún hafði þá þegar „hreinsað“ líkamann með því að borða eingöngu pítsu í viku. Þá finnst henni einnig pasta afar bragðgott, sem skemmdi ekki fyrir. Í þessari sérstöku hreinsun ákvað hún líka að hætta að drekka áfengi og kaffi, sleppa því að telja hitaeiningar, ekki æfa meira en vanalega og halda sig við ítalskt pasta.

Leið eins og ruslahaug

Hún hélt dagbók um ferlið, sem hún birtir á Delish, en strax á fyrsta degi fann hún verulega fyrir kaffileysinu.

„Að taka út kaffi, þegar maður hefur fengið sér sex skot af espresso daglega í yfir áratug, er auðvitað hræðileg hugmynd. Fyrsta lexía úr hreinsunni: Að halda væntingum lágum,“ skrifar hún og bætir við að pastað hafi ekki lagað fráhvörfin. „Spagettíið mitt og kjötbollur voru gómsætar en það lagaði ekki einkenni koffínfráhvarfa sem höfðu kynnt til sögunnar glænýja aukaverkun – skammtíma minnisleysi.“

Á degi tvö versnuðu fráhvörfin.

„Ég vaknaði og leið eins og haug af rusli í New York sem hafði verið skilið eftir í steikjandi sólinni í júlí. Þegar augun mín náðu ekki fókus fattaði ég að ég væri annað hvort með ofnæmi fyrir pasta eða algjörlega háð koffíni,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi haft mun meiri orku á æfingu dagsins. „Vanalega forðast ég hlaupabretti því ég lenti í óheppilegu atviki með handklæði en í dag hafði ég orku og mig langaði að hita upp. Ég hljóp í sextíu mínútur. Ég hef aldrei gert þetta áður.“

Langaði í allt nema pasta

Á degi þrjú gafst hún upp og fékk sér langþráðan kaffibolla.

„Ég vaknaði pirruð, þreytt og verkjuð og gafst upp. Fyrsta skrefið í bata er að viðurkenna að maður eigi við vandamál að stríða,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi fengið sér þrjá kaffibolla í einni runu. „Innan tuttugu mínútna var ég sannfærð um að hvert einasta Disney-lag snerist ekki um að finna ástina eða sjálfsfyllingu heldur um kaffi.“

Á síðasta degi hreinsunarinnar langaði Charlotte í allt nema pasta.

View this post on Instagram

🍕🚿@h0tgirlseatingpizza

A post shared by Charlotte Palermino (@charlotteparler) on

„Mig langaði bara í lauf. Eða smá börk. Kannski rót,“ skrifar hún en hélt pastakúrnum til streitu þar til dagurinn var búinn. Hún mælir ekki með þessum kúr en sér alls ekki eftir þessari viku.

„Léttist ég? Auðvitað gerði ég það. Að takmarka mataræðið, hætta að drekka áfengi og fá mér snarl leiddi það af sér að ég missti rúm tvö kíló á viku (ég hef reyndar bætt tæplega einu á mig aftur, ég elska negroni). Stærsti lærdómurinn? Hættið að hlusta á samfélagsmiðla og einblínið frekar á hvernig ykkur líður. Bara af því að vinur ykkar er uppþembdur eftir brauð þýðir ekki að þið verðið það líka. Ef að neikvæðar tilfinningar um mat blossa upp út af færslu eða athugasemd einhvers er kannski kominn tími á að hætta á internetinu, fara út að ganga og fá sér skál af pasta. Það er kannski líka kominn tími á að loka á þá sem matarsmána. Eftir viku af frábærum mat og vinahittingum var ég minnt á að góð máltíð færir fólk saman og býr til eftirminnilegar samræður og hlátur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“
Matur
Fyrir 4 dögum

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“