fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Það er ekkert mál að búa til tortilla-kökur sjálfur: Bara 4 hráefni og málið er dautt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 10:30

Dúnmjúkar og dásamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að bjóða heimilisfólkinu upp á tortilla-kökur sem hver fyllir með því sem honum finnst gott. Það er ekkert mál að búa til sínar eigin tortilla-kökur heima fyrir og finnst okkur á matarvefnum þær miklu betri en þær sem eru keyptar úti í búð.

Tortilla-pönnukökur

Hráefni:

3 bollar hveiti
1 bolli volgt vatn
1 tsk. sjávarsalt (plús meira við bakstur)
4½ msk. grænmetisolía (líka hægt að nota ólífuolíu)

Miklu betri en keyptar.

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman í skál og hnoðið deigið vel. Leyfið því síðan að hvíla í um 10 mínútur. Setjið nokkra dropa af olíu á pönnu og hitið yfir mjögháum hita. Takið smá klípu af deiginu og fletjið út í hringlaga köku. Deigið er frekar teygjanlegt þannig að ég leik mér líka með það í höndunum og teygi það aðeins til. Við viljum að kökurnar séu frekar þunnar. Þegar pannan er orðin mjög heit, er kökunni skellt á og smá sjávarsalti stráð yfir hana. Kakan er síðan bökuð í um mínútu. Síðan er henni snúið við og hún bökuð í um mínútu í viðbót. Mér finnst best að nota töng til að snúa kökunum við. Svona er þetta gert koll af kolli þar til deigið er búið. Munið bara að pannan þarf að vera vel heit og kökurnar þurfa ekki langan baksturstíma þannig að það þarf að fylgjast mjög vel með þeim.

Dásamlegar með fyllingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa