fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Spurningum ykkar svarað: Má frysta rjóma?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 14:00

Það er í lagi að frysta rjóma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum fáum reglulega spurningar frá lesendum sem við fögnum mjög. Ein af spurningunum sem við höfum fengið úr nokkrum áttum er hvort sé í lagi að frysta rjóma. Virkilega góð spurning, enda oft afgangur af rjóma sem næst ekki að nýta þá og þegar.

Samkvæmt Leiðbeiningastöð heimilanna er í góðu lagi að frysta óþeyttan rjóma.

„Hann er best að frysta í umbúðunum. Öruggast að hafa hann nýjan. Látinn þiðna í kæliskáp en ekki að fullu ef á að þeyta hann því þá vill hann verða kornóttur,“ stendur á heimasíðu stöðvarinnar.

Ef er hins vegar búið að þeyta rjómann þá er heldur ekkert mál að frysta hann. Settu hann einfaldlega í gott ílát og inn í frysti. Þegar hann er síðan tekinn úr frystinum er gott að láta hann standa í 10 til 20 mínútur við stofuhita áður en hann er borinn fram.

Sumir ganga svo langt að sprauta litlar dúllur af þeyttum rjóma á smjörpappír til að eiga í kakó eða kaffi. Þá eru dúllurnar frystar á smjörpappírsklæddri plötu og síðan raðað í ílát þegar þær eru frosnar í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa