fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Hendirðu alltaf bananahýðinu í ruslið? Þá ertu að gera stór mistök

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 11:00

Bananahýði er algjört töfraefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru örugglega flestir sem henda bananahýði beint í ruslið eftir að bananinn er búinn, en færri vita kannski að það eru stór mistök. Bananahýði er nefnilega til margra hluta nytsamlegt.

Gott í stríðinu gegn bólum

Í bananahýði er mikið af C- og E-vítamíni en einnig kalíum, sink, járn og mangan. Þessi næringarefni geta róað þrota í húð og dregið úr bólum. Eina sem þarf að gera er að nudda bananahýði á húðina og láta það virka í fimm til tíu mínútur. Síðan er húðin hreinsuð, en gott er að gera þetta tvisvar á dag þar til húðin kemst í lag.

Fægja silfur

Prófið að nota bananahýði til að fægja silfur í staðinn fyrir að kaupa rándýran lög. Þið setjið einfaldlega hýðið í blandara ásamt hálfum bolla af vatni og blandið þar blandan minnir á lím. Nuddið líminu á silfrið í nokkrar mínútur og sjá, það verður sem nýtt.

Flísin á ekki roð í hýðið

Í bananahýði er mikið af ensímum og þau eru þeim eiginleika gædd að draga til sín óþekkta hluti úr húðinu. Því er mun auðveldara að ná flísum úr húðinni með bananahýði að vopni. Setjið hýðið einfaldlega yfir staðinn þar sem flísin er. Leyfið þessu að liggja í fimmtán mínútur. Fjarlægið hýðið varlega án þess að nudda því við húðina og fjarlægið síðan flísina.

Hýðið getur hvíttað tennur

Eins og áður segir er mikið kalíum í hýðinu sem dregur úr blettum eftir vissa drykki eins og kaffi og te og viss matvæli eins og bláber og hindber. Hægt er að hvítta tennurnar með bananahýði með því að bursta tennurnar og hreinsa vel. Síðan er hýðinu nuddað yfir tennurnar í tvær mínútur og tennurnar hreinsaðar aftur.

Bless, hausverkur

Ef þið leitið að náttúrulegri leið til að losna við höfuðverk þá er bananahýði akkúrat rétta meðalið, einmitt vegna fyrrnefnds kalíums. Setjið hýðið í frysti í klukkustund og leyfið því síðan að liggja á enni og hnakka. Leyfið hýðinu að hvíla þar til það er orðið heitt. Það ætti að lina þjáningar ykkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa