fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þessu smygla Íslendingar inn í bíó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 09:00

Hér kennir ýmissa grasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa spunnist í matgæðingahópnum Matartips á Facebook í kringum spurningu eins matgæðingsins um hvað meðlimir hópsins smygla inn í kvikmyndahús landsins.

„Öllu. Sölubásinn er okur með allt nema poppið,“ skrifar einn af þeim fyrstu til að tjá sig við færsluna. Kemur í ljós að meðlimir hópsins smygla alls kyns matvöru í bíó og er harðfiskur og hákarl meðal annars ofarlega á blaði.

„Ég fer yfirleitt með harðfisk, eða brauð með túnfisksalati. Bjór og hákarl ef vel liggur á mér,“ skrifar einn og er langt því frá sá eini sem segist taka með sér bjór eða annað áfengi í bíó.

„Vinkona mín hefur alltaf með sér hvítvínsflösku. Ég prufaði það einu sinni með henni en vínið fer hratt niður með poppinu og þröskuldurinn minn er töluvert lægri en hennar, svo ég man ekki hvernig myndin endaði. Ég ákvað eftir það að halda mig bara við Pepsi Maxið með poppinu í bíó. Svo lengi lærir sem lifir.“

Aðrir drykkir eru einnig vinsælir.

„Mjólk til að drekka með poppinu,“ skrifar einn notandi. „Pepsi Max í þau bíó sem eru með kók,“ skrifar annar.

Heilu boxin af mat

Eitthvað út á poppið er einnig eitthvað sem Íslendingar taka með sér í bíó.

„Bland í poka, alltaf, og Hockey Pulver/piparduft til að setja ofan á poppið,“ skrifar einn meðlimur hópsins. Annar er ansi metnaðargjarn í sínu smygli og skrifar: „Smjör til að bræða yfir poppið.“

Matvæli eins og frosin vínber, purusteik og Domino’s pítsa koma einnig upp, sem og skemmtileg saga af manni sem byrgði sig vel upp fyrir bíósýningar.

„Fyrrverandi mömmu minnar var samt eftirminnilegur, tók heilu boxin með sér af mat ef fjölskyldan fór saman í bíó. Tók með sér kjúklingaleggi, pastarétti, sælgæti, gaffal, servéttur, safa og hvað sem honum datt í hug. Bara eins og að fara í lautarferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa