fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Matur

Þetta eru veitingastaðirnir sem verða í Mathöll Höfða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:00

Úrvalið verður fjölbreytt í höllinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ætluðum að opna 15. febrúar en það verður ekki fyrr en í lok mánaðarins, það tekur allt lengri tíma en áætlað var,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða í samtali við Morgunblaðið. Mathöllin opnar í lok febrúar að Bíldshöfða 9 í Reykjavík. Upphaflega var auglýst að höllin myndi opna í desember á síðasta ári.

Hér má sjá teikningu af bás Culiacan og Beljanda.

Steingerður á mexíkóska veitingastaðinn Culiacan ásamt Sólveigu Guðmundsdóttur. Sá staður verður í Mathöllinni sem og Svangi Mangi sem þær Steingerður og Sólveig munu reka, en á staðnum verður boðið upp á íslenskan heimilismat. Brugghúsið Beljandi frá Breiðdalsvík verður hluti af Svanga Magna og tekur við þeim bás þegar veitingastaðurinn lokar á kvöldin.

Gastro Truck verður með bás.

Aðrir staðir sem verða í mathöllinni eru Gastro Truck, Wok On og Indian Grill, sem og staðurinn Hipstur, þar sem boðið verður upp á skandinavíska stemningu – smurbrauð, morgundjúsa og ýmsa hollustu- og grænmetisrétti. Þá er einnig verið að ganga frá samningum við Íslensku flatbökuna.

Hægt verður að kaupa asíska rétti frá Wok On.

„Það verður eitthvað í gangi allan daginn hjá okkur. Þú getur komið og fengið þér morgundjús eða kaffi þegar þú ferð á heilsugæsluna við hliðina á morgnana. Svo verður bakkelsi í kaffitímanum, þetta eru ekki eingöngu matartímarnir,“ segir Steingerður.

Verið er að ganga frá samningum við Íslensku flatbökuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Gera grín að Dill dramanu á Twitter: „Við erum þjóð án McDonalds og Michelin-stjörnu. En eigum Texas-Magga“

Gera grín að Dill dramanu á Twitter: „Við erum þjóð án McDonalds og Michelin-stjörnu. En eigum Texas-Magga“
Matur
Fyrir 2 dögum

Æðisleg kaka sem öskrar afmæli

Æðisleg kaka sem öskrar afmæli
Matur
Fyrir 2 dögum

Auglýsing í Fréttablaðinu ruglar fólk í ríminu: „Þar sem kjöt snýst um fólk“

Auglýsing í Fréttablaðinu ruglar fólk í ríminu: „Þar sem kjöt snýst um fólk“
Matur
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Æðislegt eldhús í Barmahlíð

Sjáið myndirnar: Æðislegt eldhús í Barmahlíð
Matur
Fyrir 3 dögum

Matseðill vikunnar: Fyrir þá sem vita ekkert hvað á að hafa í matinn

Matseðill vikunnar: Fyrir þá sem vita ekkert hvað á að hafa í matinn
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“
Matur
Fyrir 5 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 5 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri