fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Þetta eru veitingastaðirnir sem verða í Mathöll Höfða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:00

Úrvalið verður fjölbreytt í höllinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ætluðum að opna 15. febrúar en það verður ekki fyrr en í lok mánaðarins, það tekur allt lengri tíma en áætlað var,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða í samtali við Morgunblaðið. Mathöllin opnar í lok febrúar að Bíldshöfða 9 í Reykjavík. Upphaflega var auglýst að höllin myndi opna í desember á síðasta ári.

Hér má sjá teikningu af bás Culiacan og Beljanda.

Steingerður á mexíkóska veitingastaðinn Culiacan ásamt Sólveigu Guðmundsdóttur. Sá staður verður í Mathöllinni sem og Svangi Mangi sem þær Steingerður og Sólveig munu reka, en á staðnum verður boðið upp á íslenskan heimilismat. Brugghúsið Beljandi frá Breiðdalsvík verður hluti af Svanga Magna og tekur við þeim bás þegar veitingastaðurinn lokar á kvöldin.

Gastro Truck verður með bás.

Aðrir staðir sem verða í mathöllinni eru Gastro Truck, Wok On og Indian Grill, sem og staðurinn Hipstur, þar sem boðið verður upp á skandinavíska stemningu – smurbrauð, morgundjúsa og ýmsa hollustu- og grænmetisrétti. Þá er einnig verið að ganga frá samningum við Íslensku flatbökuna.

Hægt verður að kaupa asíska rétti frá Wok On.

„Það verður eitthvað í gangi allan daginn hjá okkur. Þú getur komið og fengið þér morgundjús eða kaffi þegar þú ferð á heilsugæsluna við hliðina á morgnana. Svo verður bakkelsi í kaffitímanum, þetta eru ekki eingöngu matartímarnir,“ segir Steingerður.

Verið er að ganga frá samningum við Íslensku flatbökuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa