fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Samson er með 90 þúsund fylgjendur á Instagram: En hann er sko ekki hefðbundinn áhrifavaldur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 16:00

Óhefðbundinn áhrifavaldur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta stjarnan á samfélagsmiðlum er Samson. Samson er með rúmlega níutíu þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hægt er að fylgjast með daglegu lífi áhrifavaldsins. En Samson er enginn venjulegur áhrifavaldur. Samson er nefnilega ausa.

View this post on Instagram

Meet Samson

A post shared by Samson the Ladle (@samsontheladle) on

Fyrsta myndin af Samson fór í loftið árið 2016 með textanum: „Þetta er Samson“. Líkað hefur verið við myndina tæplega þrettán hundruð sinnum. Nýjasta myndin hans, þegar að Samson hitti hamstur, er hins vegar með tæplega þrjátíu þúsund læk.

Margaret er eigandi Samsons og segir í samtali við Bored Panda að þessar vinsældir ausunnar hafi komið henni gríðarlega á óvart.

„Ég bjóst aldrei við að Samson yrði vinsæll á netinu. Ég setti inn fyrstu færsluna þegar ég var að leika mér í Snapchat. Mér fannst færslan frekar sæt og það er ástæðan fyrir því að ég deildi henni, en ég bjóst ekki við að hún fengi svona mikla athygli.“

Hún bætir við að Samson skipi stóran sess í hjarta sínu .

„Ég er hamingjusöm að það þarf bara snjallsíma og ausu til að búa til sögur sem fólk elskar. Samson er hluti af lífinu mínu núna, líkt og gæludýr, og ég er orðin svo vön að fara með hann allt að ég gleymi því að það að taka myndir af honum er ekki eðlilegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri
Matur
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum