fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Fáránlega einföld og gómsæt eplakaka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 10:00

Nammi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eplakökur detta aldrei úr tísku og hér er ein ofureinföld uppskrift til að hjálpa ykkur í gegnum köldustu vetrarkvöldin.

Gómsæt eplakaka

Epli – Hráefni:

6 epli, skorin í sneiðar
1/4 bolli púðursykur
2 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
safi úr 1/2 sítrónu

Kaka – Hráefni:

2 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
115 smjör, kalt, skorið í teninga
1/2 bolli rjómi
1 stórt egg, þeytt
1 egg hrært saman við 1 msk. mjólk
sykur, til að strá yfir

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið eplum, púðursykri, kanil, salti og sítrónusafa saman í skál og leyfið þessu að hvíla í korter. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti saman í annarri skál. Vinnið smjörið saman við hveitiblönduna þar til hún lítur út eins og mulningur. Hrærið síðan rjóma og eggi saman við. Hellið eplunum í stórt, eldfast mót og dreifið mulningnum yfir. Penslið með eggja- og mjólkurblöndunni og stráið sykri yfir. Bakið í um 1 klukkustund. Leyfið kökunni að kólna í um 10 mínútur áður en hún er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri
Matur
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum