fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Bakstur á ketó-kúrnum er leikur einn: „Bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 13:00

Halla bakar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er ein skotheld uppskrift og svo einföld. Allir geta gert þessar kökur, þær taka enga stund og aðeins tvö grömm af kolvetnum í tveimur kökum.

Ég gerði bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað um daginn, og hef ég gert þær margar. Ég er algjör nammigrís en á ketó duga mér ein til tvær kökur til að seðja mínar langanir. Svo gott þegar hinir nammigrísirnir eru að fá sér eitthvað gotterí. Oftar en ekki hafa ketó-kökur verið heldur þurrar fyrir minn smekk en þessar hittu í mark og bráðna uppi í manni.

Meira að segja gikkurinn sonur minn, sem nú skagar hátt í tvo metra, gúffaði þeim í sig með bestu lyst.

Æðislegar kökur.

Ketó-súkkulaðibitakökur

Hráefni:

115 g mjúkt smjör
½ bolli Sukrin Gold sæta
1 tsk. vanilludropar
2 egg
½ bolli kókoshveiti
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
½ bolli sykurlaust súkkulaði, grófsaxað (Systur og makar eru með frábært úrval af sykurlausu súkkulaði)

Komnar á plötuna.

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Smjör, sæta og egg hrært saman. Síðan er í þurrefnunum blandað út í og loks súkkulaðibitum. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Þrýstið kökunum aðeins niður fyrir bakstur svo þær verði ekki of kubbslegar. Bakið í 12 til 15 mínútur.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég verð mjög virk á nýju ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa