fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Áhugaverðar matarvenjur stjarnanna: Steik í morgunmat og pasta alla daga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 21:00

Fjölbreytt úrval á morgunverðarborðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er sagt að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins. Í grein á vef Us Magazine segja nokkrar stjörnur frá því hvað þær borða í morgunmat og er margt af því sem er fyrir valinu ansi áhugavert.

Drykkur í staðinn fyrir mat

„Ég borða nánast alltaf vegan. Ég er vegan/grænmetisæta þannig að ég borða mjög hollt,“ segir leikkonan Jenna Dewan. Hún borðar ekki stóran morgunmat heldur fær sér stóran, grænan þeyting í staðinn.

„Í honum er romaine-kál, grænkál, spínat… hann er fullur af trefjum á morgnana og inniheldur öll næringarefni. Þeytingurinn umbreytti líkama mínum, húðinni minni og orkunni minni yfir daginn.“

Jenna.

Sölt og steinefni

„Ég elska eggjahvítur og ég elska spínat, sólþurrkaða tómata og geitaost,“ segir söngkonan Kelly Rowland. Hún blandar ofangreindu yfirleitt saman og býr til gómsæta eggjaköku á morgnana.

„Ég geri það á morgnana og drekk fullt af vatni. Ég fæ mér kókosvatn til að fá sölt og steinefni.“

Kelly.

Grænmetishræra til sigurs

Stundum byrjar Glee-stjarnan Lea Michele daginn á þeytingi en yfirleitt fær hún sér grænmetishræru.

„Ég set brokkolí, grænkál og bok choy á pönnu með hörfræolíu og gufusýð það þar til það er bragðmikið og gott,“ segir hún og heldur áfram.

„Síðan set ég kannski sneiðar af ferskri lárperu ofan á og set þetta allt í stóra skál. Það er morgunmaturinn minn og inniheldur grænmeti og næringarefni sem ég þarf í byrjun dags.“

Lea.

Sleppir aldrei morgunmat

„Ég elska eggjaköku eða lárperu á ristuðu brauði eða tómata,“ segir fyrirsætan Elizabeth Hurley sem sleppir aldrei morgunmat.

„Ég fæ mér alltaf eitthvað í morgunmat.“

Elizabeth.

Egg og steik í morgunmat

Ofurfyrirsætan Heidi Klum eldar allt sjálf úr ferskum hráefnum.

„Við byrjum daginn á hafragraut og ávöxtum, þeytingi, stundum fáum við okkur egg og steik í morgunmat,“ segir hún um morgunverðarhefðir hjá sinni fjölskyldu.

„Stundum hef ég kvöldmat í morgunmat því það er mikilvægt. Morgunmatur er rosalega mikilvægur. Eða ég bý til pönnukökur með eplum. Allt ferskt – ekkert tilbúið úr kassa.“

Heidi.

Borðar pasta í morgunmat

Fyrrverandi piparjónkan Ali Fedotowsky elskar kolvetni og vill helst borða þau öllum stundum.

„Ef það er til helvíti fyrir mig þá væri það Atkins-kúrinn. Ég gæti aldrei hætt að borða pasta. Pasta er lífið,“ segir hún og bætir við að hún borði pasta á hverjum einasta morgni.

„Ég get brennt því allan daginn ef ég borða það á morgnana,“ segir hún. „Ég fæ mér alltaf skot af greipaldinsafa áður en ég borða það.“

Ali.

Getur ekki sleppt hnetusmjöri

Becca Kufrin, sem tók eitt sinn þátt í Bacheloretta fær sér frekar hefðbundinn morgunmat – hrærð egg og ristað brauð. En það er eitt sem hún getur ekki sleppt – nefnilega hnetusmjör.

Becca.

Morgunkorn á hverjum morgni

„Ég fæ mér reyndar morgunkorn á hverjum einasta morgni,“ segir sjónvarpsstjarnan Mario Lopez. „Því, þið vitið, ég á fjölskyldu.“

Mario.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur
Matur
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku
Matur
Fyrir 4 dögum

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“
Matur
Fyrir 5 dögum

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta borðar Dolly Parton: Kálsúpukúrinn og spilavítismatur

Þetta borðar Dolly Parton: Kálsúpukúrinn og spilavítismatur