fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þessu ættir þú aldrei að hella í niðurfallið í eldhúsvaskinum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 20:00

Varið ykkur á feitinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir standa í þeirri trú að hvers kyns feiti, til dæmis olía eða brætt smjör, megi vel fara í niðurfallið í eldhúsvaskinum þegar verið er að taka til eftir matseld.

Þetta er hins vegar kolrangt ef marka má píparann Doyle James á vefsíðunni Reader‘s Digest. Hann varar fólk við því að hella feiti í niðurfallið þar sem það geti valdið ýmsum vandamálum.

„Þó hún sé heit og vökvakennd eru rörin köld þannig að feitin rennur niður og storknar,“ segir hann í viðtali á vefsíðunni. Þegar þetta gerist er hægara sagt en gert að fjarlægja feitina.

„Þá er mjög, mjög erfitt að losna við feitina því hún festist við rörin.“

James mælir með því að fólk setji feiti í ílát, leyfi henni að kólna eftir eldamennsku og hendi henni síðan í ruslið. Ef um lítið af feiti er að ræða er nóg að þurrka hana af eldunartækjum með pappírsþurrku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa