fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

5 leiðir til að gera pítsu hollari

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 17:30

Engar unnar kjötvörur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla, góða flatbakan klikkar seint, en þar sem einhverjir ætla að taka til í mataræðinu á nýju ári hafði fjölmiðillinn INSIDER samband við næringarfræðinginn Jonathan Valdez og spurði hvernig væri hægt að gera pítsu aðeins hollari. Það stóð ekki á svörunum hjá Jonathan.

Sleppið pepperóní, skinku og öðrum unnum kjötvörum

„Óhollasti parturinn af pítsu er pylsa, pepperóní og skinka ef það er notað. Þessi matvæli innihalda mikið af mettaðri fitu og natríum,“ segir hann.

Minnka líka ostinn

„Það er góð hugmynd að forðast aukaost eða skorpu sem er fyllt með osti. Hins vegar elska ég pítsu og borða hana reglulega. Maður þarf bara að fylgjast með hve oft maður borðar hana og hve mikið af henni maður lætur ofan í sig.“

Hrúgið frekar grænmeti á hana

Jonathan mælir með að setja meira grænmeti á flatbökuna fyrst að osturinn hefur minnkað.

„Að bæta grænmeti á pítsu er frábær hugmynd því þú getur enn notið bragðsins en einnig fengið næringarefni eins og trefjar, andoxunarefni, vítamín og steinefni,“ segir Jonathan. „Grænmeti hjálpa líka til við að fylla magann þannig að þá er ólíklegra að maður grípi sér aukasneið.“

Hættið í hvítu hveiti og notið heilhveiti

„Með því að skipta út hvítu hveiti fyrir heilhveiti í botninum fást næringarefni eins og B-vítamín, járn og magnesíum úr pítsunni,“ segir næringarfræðingurinn.

Prófið blómkálsbotn

Blómkálsbotn er glútenfrír og lágkolvetna, þannig að þetta er góð hugmynd fyrir þá sem passa upp á kolvetnaneyslu þessi dægrin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur

Kjúklingaréttur sem inniheldur aðeins 300 kaloríur
Matur
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku

Sjáðu myndbandið: Svona á að snúa pönnuköku
Matur
Fyrir 4 dögum

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“

Hvað segir mamma? „Beyoncé kann ekki að elda“
Matur
Fyrir 5 dögum

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða

Innbakaður Brie-ostur sem gerir gestina brjálaða
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta borðar Dolly Parton: Kálsúpukúrinn og spilavítismatur

Þetta borðar Dolly Parton: Kálsúpukúrinn og spilavítismatur