fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Snúðu við: 14 merki um að veitingastaður sé hræðilegur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 13:30

Það er glatað að fara á slæman veitingastað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft getur verið gaman að prófa eitthvað nýtt, fara út að borða á stað sem maður hefur aldrei borðað á áður. Það er hins vegar ómögulegt að sjá hvort veitingastaðir séu góðir eða slæmir áður en maður borðar þar, en hér eru fjórtán merki um að veitingastaður sé hræðilegur og að þú ætti að snúa við og leita annað.

Bílastæðið er ein ruslahrúga

Ef að þú ferð út úr bílnum og ruslagámar, drasl og sígarettustubbar blasa við þér er líklegt að lítið sé hugsað um nærumhverfi staðarins. Enn verra er svo ef gluggar og hurðar eru einnig skítugar. Þá er vissara að forða sér.

Hönnunin er úti um allt

Allir góðir veitingastaðir eru vel uppsettir, en ef veitingastaðir eru með of mörg þemu í gangi og hönnun staðarins er út og suður er líklegt að maturinn sé það líka.

Starfsfólkið er áhugalaust

Auðvitað geta allir átt sína slæmu daga en ef allt starfsfólk staðarins er áhugalaust og dapurt þá er líklegast frekar slæmur mórall á staðnum og hann illa rekinn.

Ekkert nema áhrifavaldar

Þegar að veitingamenn reyna að koma veitingastöðunum sínum á framfæri er oft ráðinn kynningaraðili til að hafa samband við áhrifavalda og blaðamenn til að fá umfjöllun. Ef að þú sérð ekkert um vissan veitingastað nema áhrifavald að dásama hann þá er sú umfjöllun líklega keypt og engin einlægni þar á bak við. Þá er líklegt að veitingastaðurinn sé ekki upp á mikla fiska og þurfi að kaupa sér hrós.

Allir gestir eru túristar

Það er ekki gott. Maður á að velja staði sem er fullur af heimamönnum, ekki grunlausum ferðamönnum.

Skrýtin lykt

Ef það er skrýtin lykt inni á staðnum er það klárt merki um að ekki sé vel þrifið þar og þar af leiðandi ekki hollt að borða þar. Labbaðu út, núna!

Salernið er skítugt

Þetta er algjört lykilatriði á veitingastöðum. Ef salernið er skítugt endurspeglar það gæði veitingastaðarins.

Ys og þys

Salerni á veitingastöðum eru oft nálægt eldhúsinu. Ef allt er í rugli í eldhúsinu og ys og þys úti um allt er hægt að bóka að maturinn sé ekkert spes og engin ást í honum. Þó mikið sé að gera í eldhúsi á það að vera skipulögð óreiða – ekki rugl.

Mistök ofan á mistök

Auðvitað geta mistök alltaf gerst, en ef að þjónninn klúðrar ítrekað pöntunum er eitthvað að.

Byggingin er í niðurníslu

Öllum byggingum þarf að halda við og er það sérstaklega mikilvægt að veitingastaðir séu í toppstandi til að fólk vilji fara þar inn. Ef byggingunni er ekki viðhaldið er það klárt merki um að einhvers staðar sé pottur brotinn.

Veitingastaðurinn er tómur

Þetta segir sig sjálft. Kíkið inn um gluggann og athugið hvort einhver er inni á staðnum. Ef svo er ekki, er líklegast lítið varið í hann.

Svarið er í matseðlinum

Ef matseðillinn er skítugur og rifinn er ekkert verið að spá í að færa fólki fallegan, vel uppsettan matseðil. Þá getur verið að maturinn sé einmitt ekkert sérstaklega fallegur á að líta.

Viðskiptavinir eru óhamingjusamir

Það á að vera gaman að gera vel við sig og fara út að borða. Ef að allir á staðnum eru fúlir og reiðir er líklegt að það sé út af matnum.

Matnum er hent á diskinn

Það skiptir miklu máli að bera mat fallega á borð. Ef matnum er hins vegar hent einhvern veginn á diskinn geturðu gleymt því að veitingastaðurinn sé eitthvað sérstaklega góður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa