fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Ný rannsókn sýnir að vinnuveitendur ættu að gefa öllum pítsu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 16:30

Pítsa gleður marga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pítsa er vinsæll matur og getur verið afskaplega bragðgóð. Nú sýnir ný rannsókn að pítsa virðist einnig búa yfir töframætti.

Sagt er frá því í New York Magazine að í fyrirtæki nokkru hafi verið sendur út póstur til starfsmanna þar sem þeir voru hvattir til að vinna meira þann daginn. Um þrjár tegundir af tölvupóstum var að ræða. Í einum póstinum var starfsfólki lofaður peningabónus fyrir vinnuna, í öðrum var hrósi lofað og í þeim þriðja var því lofað að starfsmenn fengu gjafabréf fyrir ókeypis pítsu.

Í þessari óvísindalegu rannsókn var einfalt að reikna út hvaða tölvupóstur virkaði best því starfið í fyrirtækinu fólst í því að setja saman tölvuflögur. Auðvelt var að rekja meiri afköst til tiltekinna starfsmanna og tengja afköstin við hvaða tölvupóst viðkomandi fékk.

Kom í ljós að það virkaði best að bjóða starfsfólki fría pítsu, þar sem framleiðni hjá þeim hópi jókst um 6,7 prósent á fyrsta degi. Fast á hæla pítsunnar fylgdi hrósið, en hjá þeim hópi jókst framleiðni um 6,6 prósent. Það kemur hins vegar á óvart að framleiðni jókst aðeins um tæp fimm prósent hjá þeim sem var lofað peningagreiðslum fyrir vel unnin störf.

Rannsóknin var í gangi í eina viku og eftir því sem leið á vikuna jókst framleiðni þeirra sem áttu að fá pítsu eða hrós en það dró úr henni hjá þeim hópi sem var lofað peningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa