fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Ellý skorar á fólk að borða sellerí í sjö daga: Liðverkir hverfa, mittismálið minnkar og húðin ljómar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 09:30

Ellý hefur tröllatrú á selleríi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú veist ég er að verða fimmtug? Og það er ýmislegt sem ég er að upplifa núna, eins og bólgur, liðaverkir, orkuleysi, meltingin í rugli, blóðþrýstingurinn rokkar eins og ekkert sé sjálfsagðara, húðin er allt önnur og ég gæti talið endalaust upp allt mögulegt sem ég er að ganga í gegnum núna og hefur breyst síðan ég byrjaði að neyta sellerís,“ segir flotþeraþistinn, fjöllistakonan og spákonan Ellý Ármannasdóttir.

Endurgreiðir þeim sem finna ekki mun

Ellý blæs til sjö daga sellerí áskorunar dagana 21. til 28. janúar næstkomandi sem gengur út á að þátttakendur borða mikið af selleríi í sjö daga. Í áskoruninni fá þátttakendur daglega tölvupósta frá Ellý sem og ýmsar uppskriftir sem innihalda sellerí, „fróðleik og pepp,“ eins og Ellý segir sjálf. Má segja að þetta hafi verið skyndiákvörðun hjá spákonunni.

„Ég ákvað sem sagt í fyrradag að fara af stað með þessa sjö daga áskorun á netinu og láta alla, og þá meina ég alla, sem tengja við þessa kvilla sem ég taldi upp hérna áðan vita hvað ég geri og nákvæmlega hvernig. Allir sem vilja fá upplýsingar og persónulegan stuðning minn í gegnum netið og taka þessari áskorun minni geta einfaldlega skráð sig,“ segir Ellý sem hefur tröllatrú á sellerí.

„Ég endurgreiði þeim sem ekki finna mun. Þetta er svakalegt.“

Ellý líður vel og þakkar selleríi það.

„Ég ætla að gera eins og þú“

Þó stutt sé síðan áskorunin fór á netið hefur Ellý vart undan að svara fyrirspurnum frá fólki vegna hennar.

„Ég hef ekki haft undan að svara spurningum frá alls konar fólki svo ekki sé minnst frá þeim sem ég hitti og umgengst. Það spyr mig spurninga eins og: Hvaðan færðu þessa orku? Húðin á þér er gjörbreytt. Af hverju borðar þú allt þetta sellerí? Er þetta ætt? Blandar þú einhverju við sellerídjúsinn? Hvenær borðar þú það og hvernig er best að borða það? Hvar fæst það? Hvað kostar það? Ég ætla að gera eins og þú. Hvernig byrja ég?“ segir Ellý og bætir við að líf sitt hafi tekið stakkaskiptum eftir að hún uppgötvaði leyndardóma sellerís.

„Mér líður vel og það er ástæðan fyrir þessari áskorun. Eftir að liðverkirnir hurfu, á 4 degi, er ég allt önnur og það er einfaldlega eins og þetta grænmeti hafi töframátt. Ég vil að allir viti af þessu. Mittismálið minnkar, meltingin gjörbreytist, líðan mín er önnur, húðin, svæðið í kringum augun, og já, ég, er einhvern veginn loksins eins og ég á að mér að vera. Mér líður vel.“

Þeir sem vilja kynna sér áskorunina betur geta smellt hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa