fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Borðaði 5000 kaloríur á dag og leið hræðilega: „Ég var að skipta einni átröskun út fyrir aðra“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 14:30

Kimberly vill vera öðrum innblástur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eina sem ég get sagt til að lýsa þessu er að ég er loksins frjáls. Ég er loksins sú sem ég átti að vera allan tímann,“ segir Kimberly Parker, 35 ára tveggja barna móðir frá Idaho í Bandaríkjunum, í viðtali við The Sun.

Kimberly á dótturina Lily, ellefu ára, og soninn Paxton, sjö ára. Eftir fæðingu dótturinnar glímdi hún við geðrof eftir barnsburð. Hún leitaði huggunar í mat og varð þyngst rúm hundrað kíló. Þegar hún missti ástvin í fjölskyldunni í október árið 2016 ákvað Kimberly að breyta um lífsstíl svo hún gæti fylgst með börnum sínum vaxa úr grasi.

Kimberly var vansæl og borðaði.

Þrír til fjórir hamborgarar í hádegismat

„Ég ofát til að loka á tilfinningar mínar,“ segir Kimberly, sem borðaði eitt sinn fimm þúsund kaloríur á dag, sem er vel yfir ráðlögðum kaloríuskammti fyrir konur á hennar aldri.

„Ég fékk mér fjögur hrærð egg í morgunmat með fjórum sneiðum af ristuðu brauði sem voru löðrandi í kanil og sykri. Í hádegismat fékk ég mér tvo til þrjá hamborgara og í kvöldmat var skyndibiti. Ég vissi að þetta át kom frá eyðileggjandi stað,“ segir hún.

Kimberly skildi við eiginmann sinn og gifti sig aftur árið 2006. Hún ætlaði ekki að verða ólétt og varð því hissa þegar kom í ljós að hún gengi með Lily undir belti í júlí það árið. Meðgangan var alls ekki auðveld. Kimberly þróaði með sér meðgöngusykursýki og var einnig með of háan blóðþrýsting. Síðar var hún greind með geðrof eftir barnsburð.

KImberly með börnunum sínum tveimur.

„Ég sökk niður í hræðilega vont skap og þyngdist smátt og smátt í þessu ferli, frá fjórum kílóum einn mánuðinn í níu kíló þann næsta. Ég var að sökkva ofan í þunglyndi og viðhélt hræðilegum matarvenjum mínum til að hugga sjálfa mig. Loks fór þetta úr böndunum,“ segir hún.

Taldi hitaeiningar eins og brjálæðingur

Þegar að Kimberly kom heim af spítalanum með Lily hámaði hún í sig skyndibita. Smátt og smátt leið henni betur á geði og fæddi soninn Paxton í júlí árið 2011. Hún setti sér síðar það markmið að komast í gott form fyrir börnin sín.

„Börnin mín veittu mér innblástur að komast í form þannig að ég fór oftar í göngutúra, minnkaði skyndibitaát og náði að léttast um rúm tuttugu kíló.“ Þetta var hins vegar skammgóður vermir.

„Ég leit kannski betur út og leið betur með líkamann en ekkert hafði breyst andlega. Ég taldi hitaeiningar eins og brjálæðingur og fylgdist með öllum æfingum sem ég gerði. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var að skipta einni átröskun út fyrir aðra,“ segir Kimberly. Allt þetta erfiði var fyrir bí í sex ára afmælisveislu Lily árið 2013 þegar að kökusneið henti Kimberly í sama farið.

„Ég náði að bæta öllum kílóunum á mig aftur og meira til. Ég var vonsvikin en ekki hissa – ég vissi að þetta myndi gerast. Ég var eins og fíkill,“ segir hún. Eins og áður segir var það missir ástvinar sem opnaði augu hennar og hún leitaði sér hjálpar í október árið 2016.

Nú passa Kimberly og Paxton saman í gömlu buxurnar hennar.

„Ég gerði mér grein fyrir að lífið er alltof stutt til að lifa því í eymd og með enga heilsu. Það kviknaði á ljósaperu í höfðinu á mér á mjög dimmum tíma.“

Aðgerð í skugga andlegs sársauka

Kimberly byrjaði að leita að lausnum og fann eina sem hentaði henni – magaermisaðgerð. Hún ákvað að slá til. Aðgerðin tók 45 mínútur og hún var send heim þremur dögum síðar. Henni leið eins og nýrri manneskju. Hún tók einnig mataræðið í gegn, hætti í skyndibita og hitaeiningaríku snarli og skipta því út fyrir ferskt grænmeti og heimatilbúna rétti. Í dag hefur Kimberly náð að léttast um fimmtíu kíló en í nóvember í fyrra ákvað hún að leggjast undir hnífinn til að fjarlægja aukahúð, í kjölfar skilnaðar við eiginmann sinn.

Léttir að losna við aukahúð.

„Ég gat ekki látið það stöðva mig,“ segir hún um skilnaðinn. „Ekkert gæti staðið í vegi mínum. Þannig að í staðinn fyrir andlegan sársauka ákvað ég að fara í aðgerðina í nóvember árið 2018.“

Kimberly líður vel í eigin skinni í dag og hefur náð að viðhalda heilbrigðum lífsstíl sínum. Hún vill vera fyrirmynd fyrir aðra í sömu sporum.

„Mig langar að veita öðrum konum og mönnum í vanda innblástur og sýna þeim að það er alltaf hægt að finna lausn. Allir ættu að berjast fyrir markmiðum sínum þó að lífið sér erfitt.“

Kimberly líður vel í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa