fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Matur

Glútenfríar pönnukökur sem bráðna í munni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 12. janúar 2019 18:30

Þessar eru æði.

Fjölmargir glíma við glútenóþol eða -ofnæmi og þurfa að vanda valið þegar kemur að mat. Hér er frábær uppskrift að glútenfríum pönnukökum sem virkilega bráðna í munni.

Glútenfríar pönnukökur

Hráefni:

1/3 bolli grísk jógúrt
2 msk. hlynsíróp
3 stór egg, aðskilin
2 msk. smjör, brætt
1/3 bolli kókoshveiti
1/2 tsk. matarsódi
smá salt

Aðferð:

Blandið jógúrt, eggjarauðum, sírópi og smjöri vel saman í skál. Blandið síðan þurrefnunum saman við þar til blandan er kekkjalaus. Stífþeytið eggjahvíturnar í 4-5 mínútur. Blandið þeim síðan varlega saman við deigið með sleif eða sleikju. Spreyið bökunarspreyi á stóra pönnu, eða bræðið smá smjör, yfir meðalhita. Steikið hverja pönnuköku í um 1-2 mínútur, snúið henni síðan við og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Tilvalið er að bera þessar fram með smjöri eða sírópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda
Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 3 dögum

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða
Matur
Fyrir 3 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 3 dögum

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati