fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Matur

Klámfengnir sykurpúðar löðrandi í karlrembu: „Engin eistu til að grípa í?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 15:30

Er þetta í lagi?

Lágvöruverðsverslunin Poundland er harðlega gagnrýnd fyrir að selja sykurpúða í laginu eins og kvenmannsrass og – brjóst. Þá eru neytendur einnig hvattir til að kreista brjóstin og rassana, en hins vegar eru engir sykurpúðar til sölu sem líta út eins og eistu eða getnaðarlimir.

Hver pakki af namminu kostar um sjötíu krónur og á umbúðunum eru frasar á borð við „verið mjúkhent“ og „kreistið kinnarnar mínar.“ Gemma Aitchison, íbúí í Bolton á Englandi, tók eftir vörunum í Poundland og tísti skilaboðum til þeirra um hvernig skilaboð verslunareigendur væru að reyna að senda til almennings.

Æt brjóst.

„Poundland, hvað eruð þið nákvæmlega að reyna að segja með þessum vörum við fjölskyldur sem koma inn í verslunina ykkar? Ég sé enga karlkynsparta til að áreita kynferðislega. Engin eistu til að grípa í? Af hverju er boðið upp á svona nammi sem er vanalega framleitt fyrir börn?“ skrifar Gemma, en sagt er frá málinu á vef Metro.

„Ég veit að þetta eru sykurpúðar og ég skil að sykurpúðar valda ekki heimsendi. En ég veit líka að kynferðisleg hlutgerving er tengd við ofbeldi og gróða, fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki búa til og hagnast á kynferðislegri hlutgervingu en ég vil ekki taka ábyrgð á því,“ bætir hún við.

Sykurhúðaður rass.

Aðrir Twitter-notendur eru miður sín yfir þessum vörum hjá Poundland.

„Guð minn góður. Þetta er SKELFILEGT. Hlutgerving kvenna í sykurpúðaformi? Og þessar klámfengnu teikningar. Ég er gjörsamlega agndofa yfir því að einhverjum hafi fundist þessi nöfn og teikningar í lagi,“ skrifar kona að nafni Josephine. „Drottinn minn dýri, Poundland, það er enn árið 1972 í verslunum ykkar. Þetta er algjör hneisa. Það er mjög hættulegt að gera hryllilega kynjamismunun og hlutgervingu eðlilega.“

Tístarinn Emma kallar eftir útskýringum.

„Poundland, getið þið útskýrt af hverju í ósköpunum þið seljið svona karlrembulegar vörur? Hafið þið hugsað um þau áhrif sem þær geta haft á konur og börn?“

Umdeild sætindi.

Talsmaður Poundland segir í samtali við Metro að verslunin geti ekki gert öllum til geðs.

„Ef eitthvað móðgar þig ertu ekki neyddur til að kaupa það. Þú getur vel horft í hina áttina og hunsað það. Hér í Poundland teljum við í lagi að við náum ekki að slá í gegn hjá öllum, alltaf. Af því að það er í raun ómögulegt. Bara út af því að einhverjum líka ekki eitthvað sem við gerum teljum við ekki að það gefi þeim rétt að stöðva okkur í að gera það fyrir þúsundir manna sem líkar það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Í gær

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Í gær

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“
Matur
Í gær

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins
Matur
Fyrir 2 dögum

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það