fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Matur

Æðislegur eftirréttur sem allir geta gert

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:30

Dásamlega einfalt.

Elskar þú hnetusmjör? Hvað með súkkulaði? Ef svarið við þessum spurningum er já er þetta eftirréttur fyrir þig. Og það sem meira er – það þarf ekki að baka hann.

Hnetusmjörs- og súkkulaðistykki

Hráefni:

115 g smjör
1 bolli + 2 msk. hnetusmjör
1 bolli hafrakex, mulið
1 bolli flórsykur
1 bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Takið til form sem er sirka 20×20 sentímetra stórt. Klæðið það með álpappír. Bræðið smjörið í örbylgjuofni í um 1 mínútu, eða þar til það er bráðnað. Bætið 1 bolla af hnetusmjöri, hafrakexmylsnu og flórsykri saman við og hrærið vel. Dreifið úr blöndunni í formið og þrýstið í botninn. Kælið í ísskáp. Setjið súkkulaði og 2 matskeiðar af hnetusmjöri í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel eftir hvert holl. Dreifið silkimjúku súkkulaðinu yfir botninn og kælið í um klukkustund. Skerið í bita og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 23 klukkutímum

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Í gær

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Í gær

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“
Matur
Í gær

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins
Matur
Fyrir 2 dögum

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn
Matur
Fyrir 4 dögum

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það

Costco setur nýjan rétt á matseðil og Íslendingar elska það