fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
Matur

Sláandi myndir: Þetta geta nokkrir bjórar á viku gert hjartanu þínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 17:00

Þetta er svakalegt.

Sýnt hefur verið fram á að óhófleg drykkja geti valdið gáttatifi, sem er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Nú hefur ný rannsókn ástralskra vísindamanna sýnt fram á að þeir sem drekka í hófi geta einnig fengið gáttatif af drykkju, en gáttatif getur meðal annars valdið heilablóðfalli.

Vísindamennirnir fóru ofan í saumana á sjö rannsóknum þar sem samtals tæplega 860 þúsund manns voru skoðaðir. Með hverjum drykk á daginn jókst hætta nærri 12.500 manna af þessum tæplega 860 þúsund manna á gáttatifi.

Hér sést mynd af hjarta einstaklings sem drekkur ekki.

Síðan framkvæmdu vísindamennirnir prófanir á hjartagáttum 75 einstaklinga með gáttatif, en þessum 75 manneskjum var skipt í þrjá hópa: þeir sem hefur drukkið alla ævi, þeir sem drukku áfengi í hófi og þeir sem drukku afar lítið. Þátttakendur skráðu niður vikulega áfengisneyslu sína á tólf mánaða tímabili.

Þeir sem drukku tvo til sjö drykki á viku voru skilgreindir sem litlir drykkjumenn á meðan þeir sem drukku að meðaltali fjórtán áfenga drykki á viku voru skilgreindir sem hóflegir drykkjumenn. Vísindamennirnir komust að því að fleiri skemmdir og ör voru í leiðslukerfi hjartans hjá þeim sem drukku í hófi en hjá þeim sem drukku ekkert eða lítið.

Hér er mynd af hjarta einstaklings sem drekkur lítið, um sjö glös á viku.

„Þessi rannsókn undirstrikar hve mikla áhættu á gáttatifi hófleg áfengisneysla veldur,“ segir prófessorinn Peter Kistler, sem stjórnaði rannsókninni, í samtali við The Sun.

„Reglulega, hófleg áfengisneysla, en ekki lítil áfengisneysla, er mikilvægur áhættuþáttur þegar kemur að gáttatifi,“ bætir hann við og tekur fram að í þessum hópi sé minni rafspenna í leiðslukerfi hjartans og að sama skapi hægist á leiðni.

Hér er svo hjarta einstaklings sem drekkur að meðaltali fjórtán drykki á viku.

„Þetta er mikilvæg áminning til heilbrigðisstarfsfólk sem hugsar um sjúklinga með gáttatif að spyrja um áfengisneyslu og finna viðeigandi ráðgjöf fyrir þá sem drekka of mikið,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Bakstur á ketó-kúrnum er leikur einn: „Bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað“

Bakstur á ketó-kúrnum er leikur einn: „Bestu súkkulaðibitakökur sem ég hef prufað“
Matur
Í gær

Leiðin að hjartanu er í gegnum munninn: Stjörnurnar sem féllu fyrir kokkum

Leiðin að hjartanu er í gegnum munninn: Stjörnurnar sem féllu fyrir kokkum
Matur
Fyrir 2 dögum

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“
Matur
Fyrir 2 dögum

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi

Sturlað eins árs afmæli fyrir eitt frægasta stjörnubarn í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga

Ofureinfaldur pottréttur sem gleður svanga maga
Matur
Fyrir 2 dögum

Kallar Meghan hvíslara og þetta er ástæðan

Kallar Meghan hvíslara og þetta er ástæðan