fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Eva Ruza gerði stór mistök í eldhúsinu og Gummi Ben fékk kast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 14:00

Frekar fyndið teymi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjörnurnar Camilla Rut og Eva Ruza öttu kappi í sjónvarpsþættinum Ísskápastríð á Stöð 2 í gærkvöldi. Camilla var með Evu Laufeyju Kjaran í liði en Eva og Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben, mynduðu sterka liðsheld.

Meðal þess sem Eva Ruza reiddi fram voru karamelluhjúpaðar paprikur, en eldamennskan tók óvænta stefnu þegar að Eva gleymdi sér aðeins við pönnuna.

„Shit,“ sagði Eva þegar hún ákvað að smakka brennandi heita papriku í sykurlegi. „Ég svitnaði bara. Ekki smakka paprikuna ef þið eruð búin að hita hana með sykri. Hún er heit,“ bætti Eva við á meðan liðsfélagi hennar Gummi Ben hló og hló.

Eva og Gummi náðu mjög vel saman í eldhúsinu og var Eva meira að segja farin að tala um að þau tvö ættu að búa saman, svo lengi sem makar þeirra leyfðu. Þegar kom að því að kynna réttinn fyrir dómurunum Hrefnu Rósu Sætran og Sigga Hall fengu þau Eva og Gummi toppeinkunn en ítrekuðu fyrir áhorfendur að smakka ekki paprikurnar þegar þær væru heitar.

„Sjóðandi heitar eru þær stórhættulegar,“ sagði Gummi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa