fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Ætlar þú að byrja árið á lágkolvetna kúrnum? Þetta er rétturinn fyrir þig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 16:00

Algjört gúmmulaði.

Það eru eflaust margir sem hafa sett sér einhvers konar heilsutengd markmið fyrir árið 2019. Ketó-mataræðið, eða svokallað lágkolvetna fæði, hefur notið mikillar hylli síðustu mánuði, en hér er einn gómsætur blómkálsréttur fyrir þá sem ætla að byrja árið á lágkolvetna nótum.

Blómkálsréttur meistaranna

Hráefni:

2 litlir blómkálshausar, skornir í bita
2 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, maukaðir
3 msk. hveiti (hér er hægt að minnka kolvetnin enn meira og nota xanthax gum)
2 bollar mjólk
55 g mjúkur rjómaostur
1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
salt og pipar
6 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
1/4 bolli vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið blómkálið í þrjár mínútur í saltvatni í stórum potti. Hellið vatninu af blómkálinu og setjið það til hliðar. Bræðið smjör í stórri pönnu. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Bætið síðan hveiti við og hrærið í 2 mínútur. Bætið mjólk við og látið koma upp suðu. Bætið síðan rjómaosti saman við og hrærið vel. Takið af hitanum og hrærið 1 bolla af osti saman við og kryddið með salti og pipar. Raðið blómkálinu í eldfast mót og hellið ostasósunni yfir það. Hrærið til að blanda saman. Blandið beikoni og vorlauk saman við, en haldið eftir sirka 1 matskeið af hvoru fyrir sig. Skreytið síðan með restinni af ostinum, beikoni og vorlauk. Bakið í 30 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“
Matur
Fyrir 3 dögum

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“