fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Ívar Guðmunds borðar sjö máltíðir á dag: Sjáið hvað hann lætur ofan í sig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 12:00

Ívar borðar mikið og æfir mikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn og líkamsræktargúrúinn Ívar Guðmundsson er í viðtali í nýju heilsublaði Nettó þar sem hann ljóstrar meðal annars upp að hann borði sama morgunmatinn á hverjum einasta degi.

„Ég get allavega ekki sleppt morgunmat og undanfarin fjögur eða fimm ár hef ég borðað nánast sama morgunmatinn sem gefur mér mikla orku inn í daginn. Það eru 70 grömm haframjöl, 20 rúsínur og helli ½ súkkulaði-Hámarki út á, hræri það upp og læt standa í svona 5 til 7 mínútur og þá er þetta bara mjúkt og bragðgott. Færð ekki hollari morgunmat.“

Ívar er auk þess látinn lista upp hvað hann borðar yfir daginn, en hann fær sér alls sjö máltíðir yfir daginn.

Dagur í lífi Ívars Guðmunds

Vakna kl. 5.30. Borða 1 banana og tek Pre workout með mér í ræktina og drekk á meðan æfingu stendur.
8.30 borða ég morgunmatinn sem ég talaði um.
11.00 1 ávöxt, appelsínu eða epli en stundum próteinsúkkulaði.
12.30 hádegismatur sem er yfirleitt mikið af grænmeti, kjúklingi eða fiski og hrísgrjónum.
15.00 1 próteinsjeik/Hámark.
19.00 kvöldmatur. Við erum oft með kjúkling eða fisk heima og þarnar er lykillinn að borða sig ekki pakksaddan.
21.00 kvöldsnarl getur verið smá popp, hrískaka eða vínber.

Drekk svona 2 til 3 lítra af vatni á dag og það skiptir miklu máli, fyrir mig allavega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa