fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Endurkoma brauðsins og ár fitunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 21:30

Spennandi matartímar framundan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt árið sé rétt hafið hafa sérfræðingar verið að spá fyrir um tískustrauma í matarheiminum síðan seint á síðasta ári. Það er ýmislegt sem breytist í fæðuvali okkar á þessu ári, og árum, ef marka má spekinga, en hér er brot af því sem mun fá byr undir báða vængi á árinu sem nú er gengið í garð.

Út að borða úti í kuldanum

Sérfræðingar spá því að fólk muni frekar elda heima hjá sér en að fara út að borða. Þar er margt sem spilar inn í. Helsta orsökin fyrir þessu er talin vera sú að verð á réttum á matsölustöðum hefur hækkað meira síðustu misseri en verð á matvöru í verslunum. Þá er einnig talið að vinsældir matarpakka, þar sem fólk fær uppskrift og hráefni og þarf bara að elda, spili þarna inn í. Einnig sú staðreynd að fæðið sem eldað er heima er hreinna en það sem er keypt á veitingastöðum.

Það er gaman að elda saman.

Kjöt – samt ekki

Í Þýskalandi voru egg sett á markað nýverið sem eru í raun ekki egg úr hænu heldur egg sem búin eru til á rannsóknarstofu. Í þessum bransa er ýmislegt í pípunum og spá margir sérfræðingar að árið 2019 verði ár kjöts sem búið er til á rannsóknarstofum, sem þýðir að engin dýr voru sköðuð við framleiðsluna. Í raun eru aðeins ein til tvær frumur teknar úr dýrum og kjöt fjöldaframleitt út frá þessum frumum.

Bæ, bæ, blómkál

Alls kyns blómkálsréttir hafa verið vinsælir upp á síðkastið og hefur blómkálið komið í staðinn fyrir ýmis kolvetni, til dæmis kartöflur og hrísgrjón. Nú er hins vegar ár kálsins runnið upp og mun fólk í auknum mæli fylla kál eins og vefjur eða búa til kállasanja án pasta.

Kálið er málið.

Stríðið gegn sykrinum

Í til dæmis Bretlandi eru hugmyndir um að skikka matvælaframleiðendur til að minnka sykurmagn í vörum sínum, sérstaklega þar sem flestar vörur þurfa ekki á sykri að halda. Þetta gæti orðið alheimstískustraumur ef marka má spekinga og mun fólk þar af leiðandi kunna að fara betur með sykur, hætta að líta á hann sem óvin og borða hann í skynsamlegra magni.

Við minnkum sykur og veljum hann betur.

Ljótur matur

Á Íslandi eru framleiddar ljótar kartöfluflögur úr kartöflum sem eru ekki nógu fagrar til að komast alla leið til neytenda. Þetta mun aukast og verður framleitt úr alls kyns ljótum mat árið 2019. Ljóti andarunginn breytist því í fallegan, og saðsaman, svan.

Áttu mjólk?

Tja, líkur eru á að á mörgum heimilum sé ekki til hefðbundin mjólk heldur mjólk úr hnetum eða höfrum. Sala á haframjólkinni Oatly fór fram úr björtustu vonum á síðasta ári og seldist hún víða upp. Þessir straumar halda áfram að bærast árið 2019 og sífellt fleiri snúa baki við hefðbundinni mjólk.

Mjólk er ekki það sama og mjólk.

Brauðið klikkar ekki

Brauð hefur verið fórnarlamb ýmissa tískustrauma í mataræði og fólk hefur margoft snúið baki við þessum gómsætu og fjölhæfu matvælum. En ekki árið 2019. Samkvæmt skýrslu Facebook yfir tískustrauma ársins 2019 verður um að ræða endurkomu brauðsins í öllum mögulegum og ómögulegum myndum. Þeir sem eru lágkolvetna baka meira lágkolvetnabrauð og súrdeigsbrauð verður vinsælt sem aldrei fyrr. Loksins!

Brauð er ekki óvinurinn.

Færið ykkur paleo og vegan

Flestir tippa á að pegan mataræðið verða heitasta trendið, en glöggir lesendur sjá að pegan er samsett úr orðunum paleo og vegan, enda er þetta mataræði blanda af þessu tvennu. Í paleo-mataræðinu er hvatt til mikillar kjötneyslu en í vegan-mataræðinu á að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í pegan-mataræðinu áeiga 75 prósent af matnum sem þú borðar að vera úr plönturíkinu en 25 prósent kjöt. Það sem má borða á pegan-mataræðinu er grænmeti og ávextir með sykurstuðul á milli 55 og 69. Þar á meðal er blómkál, brokkolí, tómatar, paprika, eggaldin, laukur, sveppir, epli, kirsuber, sítrusávextir, perur, mangó og ananas. Þá má borða hnetur, lárperur og ólífuolíu. Það sem ætti að takmarka á pegan-mataræðinu, samanber 25 prósent kjöt, er nautakjöt, kalkúna- og kjúklingakjöt, lax og rækjur. Einnig á að borða egg, baunir og náttúrulegan sykur eins og hlynsíróp, kókossykur, hunang, döðlur og vanillu í hófi. Er þetta í takt við annan tískustraum sem er hreint fæði. Engar unnar kjötvörur, takk!

Æskubrunnurinn fundinn

Stjörnur eins og Elle MacPherson og Elizabeth Hurley drekka collagen á hverjum degi, en þær virðast sofa í formalíni. Fleiri og fleiri munu leggja sér collagen til munns enda á það að bæta hárvöxt, draga úr liðverkjum og slétta húðina.

Því meiri ostur, því betra

Ketó-mataræðið hefur orðið til þess að ostur selst sem aldrei fyrr, enda inniheldur hann lítið af kolvetnum. Því mun árið 2019 einkennast af alls kyns ostasnakki, hvort sem það er þurrkaður ostur eða ostaflögur.

Ostinn minn, nammi nammi namm.

Fita í tísku

Og fyrst við erum að tala um ketó þá verður fitan líka ansi heit, til dæmis MCT-olía, kókossmjör, hefðbundið smjör og ghee. Snakk sem er kallað fitusprengjur hefur innreið sína á markað og alls kyns fituríkir drykkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa