fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Gordon Ramsay á von á fimmta barninu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 14:31

Tana og Gordon lukkuleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay og eiginkona hans Tana eiga von á sínu fimmta barni. Þetta tilkynntu þau í myndbandi á Instagram-síðu kokksins á gamlárskvöld.

Gordon og Ramsay eiga dótturina Megan, 21 árs, dótturina Matildu, 17 ára og tvíburasystkinin Jack og Holly, 19 ára. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan er Tana komin með myndarlega kúlu og því eflaust ekki langt í fimmta gleðigjafann.

Eins og áður segir tilkynntu hjónin þetta í gærkvöldi, á gamlárskvöldi, en tvíburasystkinin Jack og Holly eiga einmitt afmæli á gamlársdag.

Gordon og Tana misstu fóstur í júní árið 2016 og kokkurinn sagði í viðtali við Daily Mail að sá harmleikur hafi styrkt fjölskylduböndin.

„Þetta hefur gert okkur öll nánari,“ sagði Gordon og hélt áfram. „Maður fattar hve heppinn maður er og maður lítur yfir farinn veg um hve lánsamur maður er með börnin sín og minnir sig á hvað maður hefur. Þetta hefur gert fjölskylduböndin enn sterkari.“

Tana heitir fullu nafni Cayetana Elizabeth Hutcheson, en þau Gordon gengu í það heilaga árið 1996 og fögnuðu nýverið 22ja ára brúðkaupsafmæli sínu.

Matarvefurinn óskar Ramsay-fjölskyldunni innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa