fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Heldurðu að þú sért of upptekin/n til að elda? Lestu þá þetta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 15:30

Ekki sætta þig við skyndibita alla daga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helsta ástæðan fyrir því að fólk grípur eitthvað fljótlegt í matinn, jafnvel skyndibita, er að tíminn er af skornum skammti og margir eru svo óskaplega uppteknir. Of uppteknir til að spá í matseld heima fyrir.

Þar kemur næringarfræðingurinn Liz Weizz til bjargar, en í viðtali við Boston.com gefur hún lesendum sex, góð ráð til að minnka tilbúna matinn og elda hollan mat sjálfir.

Skipulagning er mikilvæg.

1. Búið til matarplan og hafið það þematengt

Liz segir fyrst skrefið í matseldinni vera að búa til matarplan fyrir vikuna, hvort sem maður skrifi það niður eða noti einhvers konar smáforrit í símanum til þess. Internetið er fullt af uppskriftum þannig að Liz mælir með því að fólk ákveði þema fyrir hvern dag, eða jafnvel alla vikuna, og leiti að uppskriftum sem tengdar eru þemanu. Þá er auðveldara að ákveða uppskriftir í staðinn fyrir að fara um víðan völl og komast ekkert áfram – nema helst út á næsta pítsastað.

2. Skrifið niður innkaupalista

Þegar búið er að ákveða rétti vikunnar er mjög mikilvægt að skrifa niður innkaupalista, að sögn Liz. Því betri og ítarlegri sem listinn er, því minni líkur eru á því að eitthvað gleymist og þið þurfið að hlaupa út í búð á hverjum einasta degi. Liz segir einnig að tilvalið sé að lista hráefni upp eftir því hvar þau er að finna í búðinni, til dæmis allt grænmeti saman, svo maður lendi ekki í því að þjóta fram og til baka um verslunina. Þá mælir Liz einnig með því að nýta sér heimsendingarþjónustu matvöruverslana.

3. Lesið innihaldslýsingar

Liz brýnir fyrir fólki að lesa innihaldslýsingar og kaupa matvæli með sem fæstum innihaldsefnum, svo maturinn verði hollari og ferskari. Liz hvetur fólk til dæmis til að forðast frosið grænmeti sem er búið að liggja í einhvers konar lög eða sósu. Hún vill frekar að fólk kaupi hreint grænmeti sem ekki er búið að eiga við. Þá hvetur hún fólk einnig til að skoða magn mettaðrar fitu, sykurs og salts í þeim vörum sem það kaupir og lifir eftir mottóinu að því færri innihaldsefni, því betra.

Það er ekkert mál að skera grænmeti fram í tímann til að spara sér nokkrar mínútur eftir erfiðan dag.

4. Nýtið lausar stundir í undirbúning

Liz gerir sér grein fyrir því að flestir hafi í nægu að snúast á virkum dögum og mælir því með að nýta lausar stundir í undirbúning. Ef það eru til dæmis mexíkóskar pönnukökur með kjúklingi í kvöldmat á mánudegi er tilvalið að elda og rífa niður kjúklinginn á sunnudeginum. Þá er einnig hægt að skera grænmeti fram í tímann, og jafnvel elda það í einhverjum tilfellum. Allt þetta skiptir sköpum og getur sparað tíma eftir erfiðan og langan vinnudag.

Oft er eitthvað til á heimilinu sem hægt er að nýta.

5. Ekki fá samviskubit yfir því að borða dósamat

Liz segir marga ekki borða nóg af ávöxtum og grænmeti og biður fólk vinsamlegast um að fá ekki samviskubit yfir því að borða dósamat eða frosna matvöru. Hún segir ekkert að því að grípa með sér dós af söxuðum tómötum eða poka af frosnu spínati, svo lengi sem maður hafi hollráð hennar hér að ofan í huga.

6. Notið það sem þið eigið

Síðasta ráð Liz er að kíkja í eldhússkápana, frystinn, búrið og ísskápinn, týna til það sem heillar og finna uppskrift á netinu sem gengur með því sem þú átt. Liz segir að það gæti komið fólki á óvart hve mikið það á í sínu nærumhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa